Gerðir kirkjuþings - 1992, Page 200
margs konar samninga sín á milli um gagnkvæma þjónustu á ýmsum sviðum t.d.
menntunar og líknarþjónustu.
Hvort þróunin yrði sú sama hér á landi er með öllu ókannaö mál. Markmið
með endurskoðun á sambandi ríkis og kirkju ætti aö mínu viti að felast í auknu
sjálfstæði kirkjunnar í skipulags- og fjármálum.
Eins og segir í upphafi þessarar stuttu greinargerðar er tilgangur tillögunnar
tvíþættur, annars vegar lýsing á núverandi ástandi en hins vegar þjónar þessi vinna
einnig því markmiði að vera grundvöllur fyrir endurskoðun á skipulagi kirkjunnar. í
þjóðfélagi örra breytinga má umræða um skipulag aldrei nema staðar. Starfshættir
kirkjunnar, skipulag hennar og samband við ríkisvaldið hlýtur að kalla á sífellda
endurskoðun. Það eina sem aldrei breytist í kristinni kirkju er grundvöllur kirkjunnar
og boðskapur hennar. Allt er að starfi og skipulagi lýtur hlýtur að þarfnast umræðu.
Slík umræða er vissulega í gangi í ríkum mæli nú um stundir. En hún ber keim af
ráðleysi, af langvarandi ómarkvissum umræðum um skipulagsmál kirkjunnar. - Hér er
ekki lokað augunum fyrir því sem nefnt var áður: ört breytilegir starfshættir kirkjunnar.
- I umræðum um skipulag kirkjunnar má ráðleysið ekki vera langvarandi, slíkt gerist
þegar athafnir fylgja ekki orðum. Lúthersk kirkja á að vera það sem siðbótarmenn
sögðu hana vera: eccelsia semper reformanda eða kirkja í sífeUdri endursköpun. Þar
er vissulega ekki átt við boðskap kirkjunnar heldur skipulag hennar.
Umræður um kirkjumál í nágrannalöndum okkar hafa á undanfömum ámm ekki
aðeins snúist um samband ríkis og kirkju þar sem um ríkiskirkjufyrirkomulag er að
ræða heldur einnig um þjóðkirkjuhugmyndina sjálfa (sjá m.a. bókina Volkskirche -
Kirche der Zukunft? Leitlinien der Augsburgischen Konfession fur das Kirchen-
verstandnis heute, Hamburg 1977). Þar hafa menn fyrir augum vaxandi fjölhyggju í
samfélaginu, aukna veraldarhyggju og fleira í þá vem sem ögrar kirkjunni sem sterkri
og traustri stofnun. Hér á landi má hiklaust telja ástandið enn þess eðlis að þjóðkirkjan
eigi traust fylgi með þjóðinni. Því trausti er hins vegar á engan hátt ógnað né í hættu
stefnt með breyttu sambandi ríkis og kirkju. Núverandi samband er leifar hðins tíma
og hvorki heilagt né fullkomið, það hefur iðulega reynst dragbítur á kirkjustarfið og
þarf að breytast.
Vísað til fjárhagsnefndar (frsm. sr. Hreinn Hjartarson).
Við síðari umræðu lagði dr. Bjöm Bjömsson til, að í stað Lagastofnun Háskólans komi
lögfræðideild Háskóla íslands.
Gunnlaugur Finnsson flutti breytingartillögu um, að kirkjuráö réði hve ijölmenn
nefndin væri 3 ja manna eða 5.
Afgreiðslu málsins var nú frestað og því vísað aftur tii nefndar.
Framsögumaður nefndarinnar sr. Hreinn Hjartarson gerði síðar
grein fyrir breytingum, sem nefndin gerði vegna breytingartiUagna, sem komu fram svo
og nýju áliti nefndarinnar, sem er þannig orðað:
195