Són - 01.01.2009, Page 17
Á HNOTSKÓGI 17
Tign er yfir tindum
og ró.
Angandi vindum
yfir skóg
andar svo hljótt.
Söngfugl í birkinu blundar.
Sjá, innan stundar
sefur þú rótt.
Um skáldskap að fornu og nýju
Árið 1950 og fyrstu árin þar á eftir, þegar Helgi Hálfdanarson tekur
að birta frumsamin ljóð og þýdd, hefur hann þegar fleiri járn í eld-
inum. Hann byrjar á viðamiklum leikritaþýðingum; og hann sökkvir
sér niður í íslenskan kveðskap frá ýmsum tímum og fjallar um hann.
Verður hér minnst á nokkur dæmi þess.
Árið eftir að fyrsta bókin með ljóðaþýðingum Helga birtist, kom
út bókin Slettireka (1954) sem hefur undirtitilinn Leikmannsþankar um
nokkrar gamlar vísur. Hér tekur Helgi til athugunar og skýringar tor-
skildar vísur úr Íslendingasögum: Egils sögu, Gunnlaugs sögu,
Bjarnar sögu Hítdælakappa, Heiðarvíga sögu, Eyrbyggju, Gísla sögu,
Hallfreðar sögu og Kormáks sögu. Í „greinargerð“ fremst í bókinni
segist Helgi gera sér grein fyrir því að ýmsum muni þykja það fram-
hleypni og slettirekuskapur „að ólærðar manneskjur leggi orð í belg
um svo fræðibundið efni sem vora fornu kveðskaparíþrótt, ekki sízt
ef tekið er til að rázka með dvergamjöð sjálfs Egils Skalla-Grímssonar,
Hallfreðar vandræðaskálds og annarra snillinga gullaldarinnar.“ Til
áréttingar þessari kaldhæðnu athugasemd nefndi Helgi bók sína
Slettireku.
Helga er ljóst, eins og öðrum fræðimönnum, að varðveittir textar
frá miðöldum eru margir hverjir skaddaðir og þeir hafa afbakast í
endursögnum og uppskriftum í aldanna rás, auk þess sem varðveitt-
um skinnhandritum sama texta ber ekki alltaf saman. Hann byrjar á
upphafi „Sonatorreks“ eftir Egil Skallagrímsson:
Mjök erum tregt
tungu at hræra
eða loptvætt
ljóðpundara;