Són - 01.01.2009, Page 19
Á HNOTSKÓGI 19
Vatnið rennur af háum fjöllum
eftir hvössu grjóti.
Illt er að leggja ást við þann
sem enga leggur á móti.
Og hin gerðin svona:
Að stöðva lax í strangri á
og stikla á hörðu grjóti,
eins er að binda ást við þá,
sem enga kunna í móti.
Helga þykir einsýnt að báðar vísurnar hafi afbakast úr sömu vísu.
Síðan lætur hann vísurnar báðar leiðrétta sig hvora með annarri.
Endurreisnina rökstyður hann með tilstyrk formkrafna og finnur
þannig frumvísuna sem hann telur vera svona í fullri stærð með inn-
rími:
Vatn af eggjum ofan rann
eftir þunnu grjóti;
eins var að leggja ást við þann
sem enga kunni á móti.
Jónas Hallgrímsson hefur hrært hug og hjarta Helga með kvæðum
sínum. Um þau fjallaði hann oft og gjarnan, meðal annars um hið tor-
ræða, tilfinningaríka kvæði „Alsnjóa“, kvæðið um dauðann sem „er
hreinn og hvítur snjór.“ Hann dáist að „Ferðalokum“, sem hann kallar
„eitthvert tærasta ástarljóð á íslenzka tungu“. Hann skrifar um „töfra
formsins“, „hljómfegurð orðanna“ og „þokka stuðlanna“, um mýkt
og gælur bragliðanna og um skúfinn rauða í sonnettu Jónasar, „Ég bið
að heilsa“. Helgi les og úr hinni óhrjálegu rithönd Jónasar betur en
aðrir höfðu gert og skýrist þá sumt betur en áður.14
Meðal bókmenntaskrifa Helga frá fyrstu árum rithöfundarferilsins
er ítarleg og innblásin ritgerð um fyrstu tvær ljóðabækur Snorra
Hjartarsonar, sem Helgi hreifst af. Hann beinir athyglinni ekki síst að
myndmáli Snorra og að hljómeigindum orða og ríms. Ljóst er að
Helgi telur Snorra hafa tekist að skapa góðan íslenskan nútímaskáld-
14 Í öðrum hluta Molduxa eru tólf greinar um skáldskap Jónasar, bls. 84–132.
Tilvitnanirnar eru úr þeim.