Són - 01.01.2009, Page 21
Á HNOTSKÓGI 21
á orðinu „ljóð“ í orðabók Árna Böðvarssonar, þar standi meðal
annars merkingin „ljóðrænn texti, þótt í lausu máli sé“. Magnús
svarar þessu, uppvægur mjög, og fer maður þá að kannast við margt
sem líkist karpinu um nýjungar í ljóðum um miðja öldina. Hann segir
að mönnum gleymist að „munurinn á ljóði og lausamáli er algerlega
formbundinn, ennfremur að allt ljóðform er hefðbundið […] þegar öll
bragliðaskipan er einnig horfin, er verkið ekki lengur ljóð, heldur
prósa“ skrifar Magnús. Hver var svo þessi „formbylting“? spyr hann
ennfremur með vanþóknun og svarar sjálfur: „Hún fólst í því að
nokkrir ungir menn […] töldu sig hlýða kalli tímans með því að
afrækja og fordæma allt hefðbundið ljóðform.“ Magnús klykkir svo út
með því að segja að í allri sögu íslenskra ljóðmennta finnist einungis
tveir formbyltingarmenn: Egill Skallagrímsson og Jónas Hallgríms-
son. Þeir frændur héldu áfram um sinn að togast á um réttmæti nýj-
unga í skáldskap og þarna er Helgi í eigin nafni málsvari nýjunga en
hans alter ego er málsvari íhaldsseminnar.
Helgi hafði víðtækan áhuga á íslenskri listsköpun, hann velti því
fyrir sér hversvegna Íslendingar hefðu löngum „lagt meiri rækt við
bundið bragform“ en aðrar þjóðir. Það kunni að liggja í eðli tungu-
málsins en einnig séu ástæðurnar félagslegar. Um þetta segir hann:18
Og sennilega hefur efnahagur þjóðarinnar á liðnum öldum
valdið því að nokkru, að hvers konar listhneigð hlaut einkum
að fá útrás í list orðsins. Þó fleira væri stundað, var móðurmálið
sá efniviður til listrænnar sköpunar, sem örsnauðum lýð var
öðru fremur tiltækur.
Þróun íslenskrar listsköpunar var semsagt í tengslum við félagslegan
veruleika og átti þessvegna löngum erfitt uppdráttar. Um það skrifar
Helgi:19
En ekki tók íslenzk þjóð fyrr að rétta úr kútnum, en fjölmenn
sveit stóð upp frá því allsherjar Yggjar sumbli sem svo fast var
setið að um aldir, og leitaði listgáfu þjóðarinnar nýrra viðfanga.
Og fyrr en varir er ný fjölþætt list sprottin upp úr íslenzku
18 „Mál og kveðskapur“. Erindið var flutt á hagyrðingamóti 1995. Molduxi, bls. 11–
16, hér bls. 15.
19 „Vegur að heiman – vegur heim“, Tímarit Máls og menningar, 17. árg., 2.–3. hefti,
1956. Molduxi, bls. 210–214, hér bls. 210.