Són - 01.01.2009, Side 23
Á HNOTSKÓGI 23
meðal annars að velta fyrir sér þeirri spurningu hvort tilhlýðilegt væri
að þýða óbundin erlend ljóð í hefðbundið íslenskt form eins og flestir
eldri þýðendur höfðu gert, meðal annarra hinn mikilvirki þýðandi
Magnús Ásgeirsson, og þessu sjónarmiði vildi Magnús Björnsson
halda til streitu í áðurgreindum rökræðum.
Í fyrsta safni sínu með ljóðaþýðingum, Handan um höf (1953),
þýðir Helgi flest í hefðbundið form eins og efni standa til, flest
kvæðin eru eftir skáld á fyrri öldum, en japönsku miðaldaljóðin eru
þó óbundin. Í næstu bók, Á hnotskógi (1955), eru einnig margar
japanskar tönkur og nokkrar hækur frá fyrri öldum, og þar eru líka
óbundnar þýðingar á ljóðum skálda á borð við Walt Whitman, Ezra
Pound og danska módernistann Ole Sarvig. Frá öndverðu virðist
það vera stefna Helga að láta óbundin ljóð halda formi sínu í þýð-
ingu. Þetta má til dæmis sjá í þýðingum hans á ljóðum eftir T.S. Eliot.
Þau ljóð hans, sem eru háttbundin á frummálinu, þýðir Helgi í
hefðbundið íslenskt bragform en óbundin ljóð Eliots eru einnig
óbundin í þýðingunni. Fyrsta þýðing Helga á ljóði eftir Eliot er
„Holir menn“ („The Hollow Men“) sem er óbundið en ljóðstöfum
bregður þó fyrir í þýðingunni. Hún birtist fyrst í Helgafelli árið 1953.
Fyrsti hluti bálksins er svona:22
Við erum holir menn
Hamtroðnir menn
Hallreistir saman
Hausleður fyllt hálmi. Ó!
Skrælnuð röddin, þó
Að við sífrum saman
Er hvískrandi merkingarlaus
Einsog gola í þurrt gras
Eða rottu-fætur um brotið glas
Í þurrum kjallara.
Myndvana skapnaður, skuggi án litar,
Lémagna þróttur, látbragð án hreyfings;
Hver sem fór yfir
Beint af augum, í hitt Ríki dauðans
Man okkur ekki – ef minning lifir –
22 T.S. Eliot: „Holir menn“, Helgafell, desember 1953, bls. 3–6, tilv. á bls. 3.