Són - 01.01.2009, Blaðsíða 24
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON24
Sem týndar taumlausar sálir,
En sem hola menn
Hamtroðna menn.
Ári síðar birtust í þýðingu Helga tvö háttbundin ljóð Eliots:
„Sweeney meðal næturgala“ og „Hljóðskraf um ódauðleika“.23 Bæði
þessi ljóð birtust svo í Á hnotskógi 1955. „Holir menn“ komu hins-
vegar ekki á bók fyrr en í Erlendum ljóðum frá liðnum tímum árið 1982.
Í bókinni Undir haustfjöllum, sem út kom 1960, eru svo tvö Eliot-ljóð
í óbundnu formi, „Marina“ og „Sjódauði“ (sem er kafli úr The Waste
Land, Eyðilandinu).24
Í bókinni Á hnotskógi gerir Helgi grein fyrir hinu forna japanska
formi tönkunnar sem hafi hvorki rím né háttfasta hrynjandi „sem
svari til bragliða í vestrænu ljóði“.25 Í þessari bók og einnig næsta
þýðingasafni Helga, Undir haustfjöllum, eru líka þýðingar á mörgum
fornum kínverskum ljóðum, sum þeirra eru mörgþúsund ára gömul,
og þau eru öll þýdd í háttbundið form. Helgi gerir grein fyrir þeirri
tilhögun þegar þýðingar hans á kínverskum ljóðum frá liðnum öldum
voru gefnar út í sérstakri bók 1973. Þar segir að form kínverskra ljóða
sé „mjög bundið samkvæmt fornri hefð“ og þótti sem fremur yrði
komið til móts við það form með nokkurri fylgd við ljóðhefð Vestur-
landamála.26
Nokkru síðar (1976) birtust þýðingar Helga á fornum japönskum
ljóðum einnig í sérstakri bók. Í báðum bókunum er formáli eftir
Helga þar sem glöggt kemur fram hversu vel hann hafði kynnt sér
þennan fjarlæga kveðskap, eigindir hans og einkenni, og hann lýsir
þeim vandkvæðum sem eru á því að þýða hann á mál Vesturlanda.
Hann bendir á að japönsku stökurnar, tönkur og hækur, séu öðru
fremur náttúruljóð sem tengjast árstíðum, enda séu Japanar „allra
þjóða mestir náttúru-dáendur“. Tanka er fimm ljóðlínur, 5, 7, 5, 7 og
7 atkvæði í línu. Í hæku eru aðeins þrjár ljóðlínur, 5, 7 og 5 atkvæði í
23 „Sweeney meðal næturgala“ birtist í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 1954, en
„Hljóðskraf um ódauðleika“ í bókinni Afmæliskveðja til Ragnars Jónssonar 1954. Bæði
þessi ljóð komu svo í Á hnotskógi 1955. „Holir menn“ komu hinsvegar ekki á bók
fyrr en í Erlendum ljóðum frá liðnum tímum 1982.
24 Sjá um íslenskar Eliot-þýðingar grein Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins
Þorvaldssonar, „T.S. Eliot á Íslandi“, Skírnir, 182. árg., haust 2008, bls. 404–437.
25 Á hnotskógi, Reykjavík: Heimskringla 1955 („Athugasemdir“, bls. 107).
26 Kínversk ljóð frá liðnum öldum, Reykjavík: Heimskringla 1973; formáli, bls. 7–10, tilv.
á bls. 10.