Són - 01.01.2009, Page 27
Á HNOTSKÓGI 27
því að það hafi upphaflega verið í reglulegu drápuformi. Við endur-
reisn kvæðisins verði að gæta þess að efnið njóti góðs af forminu svo
að samræmi þess og efnisins verði sem eðlilegast.
Með því að nýta fulltingi hins reglubundna forms til hins ítrasta
leysist úr flestum ráðgátum efnisins. Og niðurstöður athugana sinna
um upprunalega gerð Völuspár setur Helgi fram í bók sinni í endur-
skipulögðum texta kvæðisins sem hann kallar „Tilgáta um upphaflega
gerð“. Form og uppbygging þessa tilgátutexta leiðir í ljós að kvæðið
hefur tekið stakkaskiptum. Það er hér í fullkomnu drápuformi: Inn-
gangur, niðurlag (þ.e. „slæmur“) og þrír stefjabálkar þar sem stefja-
byggingin er reglubundin. Vísurnar eru 60 að tölu og alstaðar jafn-
margar innan hverra stefjamála. Allur er tilgátutextinn rökstuddur á
skýran hátt. Efnisatriði kvæðisins eru hér í trúverðugra samhengi en
áður. Þessi gerð Völuspár var gefin út í sérstakri bók árið 2006. Það
var síðasta bók sem Helgi gekk frá til prentunar og er hún vitnis-
burður um viðfangsefni sem var honum sérlega hjartfólgið.
Jafnframt endurreisn formgerðarinnar skýrir Helgi fjölmargt í
kvæðinu öðruvísi en áður hafði verið gert. Skýringarnar eru margar
hverjar nýstárlegar og oftastnær sannferðugri en hinar hefðbundnu
skýringar í Völuspár-útgáfum fyrr – og einnig síðar. Hann beitir bæði
innsæi og hugkvæmni í textarýni, sýnir fram á hvernig orð og ljóð-
línur hafa að öllum líkindum afbakast vegna misskilnings og mis-
ritunar í handritum, en hafa samt verið prentaðar æ og aftur – og eru
prentaðar svo enn. Þessum afbökunum snýr Helgi til sennilegra skiln-
ings og skáldlegra horfs og jafnan með rökstuðningi. Með íhygli og
grannskoðun tekst honum meðal annars að úthýsa ýmsum aðskota-
legum persónum úr kvæðinu: fjárglæfrakvendinu Gullveigu, þursa-
meyjunum þremur, hörpuleikaranum Eggþé skessuhirði, sonum
Mímis og herliði Vana í vígahug. Ágreiningur hlýtur þó alltaf að vera
uppi um ýmsar ritskýringar, og Helgi tekur fram að textinn verði
aldrei með fullkomnu öryggi hreinsaður af lemstrum og misskilningi
í handritum.
Í þessu sambandi er vert að vekja athygli á því að í öllum hlutum
Völuspár hyggur Helgi að samræðum og beinni ræðu svo að ljóst sé
hver mælir tilsvör fram hverju sinni, en á það skortir í flestum útgáf-
um. Sigurður Nordal segir í sinni bók fortakslaust: „Kvæðið er allt
lagt völu í munn“.29 Helgi er á annarri skoðun. Dæmi um það er
29 Sigurður Nordal: Völuspá (fylgirit Árbókar Háskóla Íslands 1922–1923), Reykjavík
1923, bls. 16.