Són - 01.01.2009, Side 28
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON28
miðstefið í kvæðinu, spurnarstefið: „Vituð ér enn eða hvað?“ sem
útgefendur hafa útlagt hver á sinn máta en sumir virðast raunar ekki
telja þörf á að skýra þetta mikilvæga tilsvar, né átta þeir sig á því hver
það er, sem ber fram þessa áköfu spurningu hvað eftir annað. Skýring
Nordals er þessi: „Á ég að hætta, – eða þorið þér að heyra lengra?“
Og hann ætlar völunni þessa spurningu. Að áliti Helga er það hins-
vegar Óðinn sem á þetta spurningarstef. Hann mælir það til völunnar
sem hann er að knýja til spásagna – og það merkir blátt áfram:
„Hvort veiztu fleira?“30
Ýmsir fræðimenn höfðu talið líklegt að Völuspá væri sett saman úr
fleiri kvæðum en ekki tekist að rekja þá hugmynd lengra. Helgi
Hálfdanarson lætur ekki við það sitja, heldur dregur hann upp úr
kafinu þrjú fullburða kvæði sem hann sýnir fram á að geymi nær allan
efnivið Völuspár enda sé hún sett saman úr þeim að viðbættum fimm
vísum sem Völuspárhöfundur hefur aukið við til að tengja kvæðin
saman og fullnægja drápuforminu. Helgi rekur slóðina til þessara
kvæða eftir stefjunum þremur og með hliðsjón af þeim stíl sem
einkennir hvert þeirra. Þessi þrjú frumkvæði birtir Helgi líka í bók
sinni. Í þau vantar ekkert erindi úr Völuspá, einungis örfáar línur í
tvö þeirra en hið þriðja virðist í fullri stærð. Kvæðin eru ekki einungis
sjálfstæð að stíl og efni, heldur er hvert þeirra drápa í reglubundnu
formi. Helgi hefur leitt kvæðin þrjú í ljós í nánum tengslum við
könnun sína á Völuspá og leitina að upphaflegri gerð hennar. Verður
þá ljóst að Völuspárhöfundur hefur steypt kvæðunum saman án þess
að hnika hverju þeirra nema lítillega og farist það vel úr hendi.
Þessi frumkvæði eru að sjálfsögðu staðfesting þeirrar þrískiptingar
kvæðisins sem flestir hafa tekið eftir en ekki áttað sig á hvar rætur
hennar liggja. Sumum kann að þykja sem Helgi sé fulldjarfur í endur-
gerð frumkvæðanna þriggja, sem hann nefnir „Ásaspá“, „Járnviðju-
spá“ og „Mímisspá“. En hann rökstyður hugmyndir sínar vel þótt
sannanir séu vissulega torveldar. Augljóst er að fyrsti þriðjungur Völu-
spár segir frá fortíðarviðburðum, miðhlutinn frá nútíð en síðasti þriðj-
ungurinn er framtíðarspá. Þessi þrjú tímasvið einkenna frumkvæðin
hvert og eitt. Helgi Hálfdanarson segir að það sé „engu líkara en þau
gætu táknað örlaganornirnar þrjár, Urði, Verðandi og Skuld“.31
Að þessu athuguðu mætti spyrja um það hversvegna höfundur eða
hönnuður Völuspár steypti þessum efniviði saman í þetta mikla
30 Maddaman með kýrhausinn, 2. útg., bls. 62 og 77.
31 Maddaman með kýrhausinn, 2. útg., bls. 96.