Són - 01.01.2009, Side 32
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON32
Helgi segir, eru þýðingar jafnframt brúargerð úr einu tungumáli yfir
í annað og þar með samræða milli menningarheima. Sagt hefur verið
að þótt gagnmerk skáldverk séu oft sérlega þétt samofin því
tungumáli sem þau eru sköpuð úr, þá vísi tjáning þeirra ævinlega
einnig út fyrir það mál, teygi sig út yfir landamæri þess – leiti, í ein-
hverjum skilningi, að þýðanda sínum. En þýðandinn þarf að feta sig
á móti verkinu. Það varð hlutskipti Helga um allnokkra hríð að feta
sig á móti William Shakespeare.
Svolítið um Shakespeare
Þegar hnigin er nótt, fer Rómeó sömu leið og fyrr inn í garð
Kapúletts. Júlía fer fram á svalirnar og rennir niður til hans
vaðnum, og hann fetar sig upp til hennar. Þar fagnar hún í
fyrsta sinni eiginmanni sínum, sem kominn er til að kveðja
hana, ef til vill í hinzta sinn.
Nú fá þau stundar næði til að talast við um sinn hag. Rómeó
kveðst halda rakleitt til grannborgarinnar Mantúu til þess að
búa þar í haginn og bíða svo færis að ná Júlíu til sín, svo þau fái
þrátt fyrir allt lifað þar saman í sælum hjúskap.
Þeim verður erfitt um skilnað, þó að dagur sé í nánd. Þau
telja sér trú um að morgunroðinn sé kvöldroði og kvak lævirkj-
ans í morgunsárið sé söngur næturgalans. En þegar fóstra gerir
Júlíu viðvart, að móðir hennar sé á leið til hennar, verða þau að
kveðjast í skyndi, og Rómeó heldur brott sömu leið og hann
kom.
Flestir munu átta sig á að hér erum við stödd í veröld Rómeó og Júlíu,
ekki þó í leikritinu fræga um elskendurna, heldur í sögu sem Helgi
Hálfdanarson setti saman og birti ásamt fleiri slíkum sögum eftir
leikritum Shakespeares í bókinni Á slóðum Vilhjálms.36 Í raun er sagan
ekki síður skráð eftir þýðingu Helga sjálfs á leikritinu, en hún birtist
fyrst á bók árið 1956. Leikritið var fyrst sett á svið í Iðnó árið 1964,
þegar haldin var Shakespeare-hátíð á Íslandi í tilefni þess að fjórar
aldir voru liðnar frá fæðingu skáldsins frá Stratford. Á þeirri hátíð
voru sex leikrit Shakespeares flutt í íslenskum þýðingum í leikhúsum
eða í útvarpi. Í útvarpi mátti heyra Vetrarævintýri í þýðingu Indriða
36 Helgi Hálfdanarson: Á slóðum Vilhjálms. Sögur eftir leikritum Williams Shakespeares,
Reykjavík: Mál og menning 1993, bls. 65.