Són - 01.01.2009, Page 39

Són - 01.01.2009, Page 39
Á HNOTSKÓGI 39 undir hönd, er skyggnari á sinn eigin heim, þessa haglegu smíð, jörðina, þetta veglega hvolftjald gulli drifið, festinguna, og birtist honum þó skýrast alls sjálfur duftsins kostakjarni, maðurinn, í svip og háttum svo snjall og dásamur, prýði veraldar, afbragð alls sem lifir; honum opnast hið veggjumvíða leikhús, þar sem öll veröldin er leiksvið, og hver karl og kona fær sitt hlutverk, þar sem hver aldur á sína gleði, sína raun, þar sem ástin grær einsog grös í hlíð, þar sem feigðarköld frostsins nepja er hlýrri en bróðurþel sem brást; og hann heyrir máttuga rödd hans kalla fram úr fellum, lindum og vötnum sveitir álfa og vætta til þess að leika list hugarflugsins um stund og hverfa síðan á vit þess sem ekki er, svosem vor mikli hnöttur sjálfur mun hjaðna sem svipult hjóm og eftir láta hvorki ögn né eyðu. Hver sem um sinn gengur þessum töframanni á hönd, öðlast í svip nokkuð af kynngi hans og kenndum, finnur í sjálfum sér þelið sem draum- ar spinnast úr; því verður enginn samur eftir, sem notið hefur fylgdar hans um furðuheima sögu og ævintýrs, og um myrk- viðu mannlegs hjarta. Margvísleg miðlun arfsins Sögurnar sem Helgi skrifaði eftir leikritum Shakespeares henta sem fyrr segir vel sem inngangur í heim leikritanna og geta þannig til dæmis komið sér vel fyrir unga lesendur (og ungir lesendur geta auðvitað verið á öllum aldri). Helgi hafði þegar nokkra reynslu af því að miðla þekktu efni frá fyrri öldum í formi stuttra aðgengilegra sagna. Alan Boucher, prófessor í ensku við Háskóla Íslands, tók saman tvö söfn slíkra smásagna og birtust þau í þýðingu Helga á fal- legum bókum, Við sagnabrunninn (1971), og Við tímans fljót (1985). Í fyrri bókinni segir meðal annars af Bjólfi og Grendli, riddaranum Róllant, Hróa hetti, Ódysseifi, Mídasi kóngi, kaupmanninum í Bagdað og japönsku mánaprinsessunni. Þannig spannar verk Helga alla miðlun heimsbókmenntanna, allt frá alþýðlegum endursögnum hverskonar verka úr ýmsum verald- arhornum til kröfuharðra þýðinga hinna virtustu bókmenntatexta. Og slíkur lykilmaður varð Helgi á heimsbókmenntaakrinum hér á Fróni að nauðsynlegt varð að fá hann til að þýða stórvirki sem samin voru á málum er honum voru lítt eða ekki aðgengileg. Í nýlegum útvarpsþætti sagði Sveinn Einarsson leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri frá því er hann fékk Helga til að þýða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.