Són - 01.01.2009, Page 39
Á HNOTSKÓGI 39
undir hönd, er skyggnari á sinn eigin heim, þessa haglegu smíð,
jörðina, þetta veglega hvolftjald gulli drifið, festinguna, og birtist
honum þó skýrast alls sjálfur duftsins kostakjarni, maðurinn, í
svip og háttum svo snjall og dásamur, prýði veraldar, afbragð
alls sem lifir; honum opnast hið veggjumvíða leikhús, þar sem
öll veröldin er leiksvið, og hver karl og kona fær sitt hlutverk,
þar sem hver aldur á sína gleði, sína raun, þar sem ástin grær
einsog grös í hlíð, þar sem feigðarköld frostsins nepja er hlýrri
en bróðurþel sem brást; og hann heyrir máttuga rödd hans
kalla fram úr fellum, lindum og vötnum sveitir álfa og vætta til
þess að leika list hugarflugsins um stund og hverfa síðan á vit
þess sem ekki er, svosem vor mikli hnöttur sjálfur mun hjaðna
sem svipult hjóm og eftir láta hvorki ögn né eyðu. Hver sem um
sinn gengur þessum töframanni á hönd, öðlast í svip nokkuð af
kynngi hans og kenndum, finnur í sjálfum sér þelið sem draum-
ar spinnast úr; því verður enginn samur eftir, sem notið hefur
fylgdar hans um furðuheima sögu og ævintýrs, og um myrk-
viðu mannlegs hjarta.
Margvísleg miðlun arfsins
Sögurnar sem Helgi skrifaði eftir leikritum Shakespeares henta sem
fyrr segir vel sem inngangur í heim leikritanna og geta þannig til
dæmis komið sér vel fyrir unga lesendur (og ungir lesendur geta
auðvitað verið á öllum aldri). Helgi hafði þegar nokkra reynslu af því
að miðla þekktu efni frá fyrri öldum í formi stuttra aðgengilegra
sagna. Alan Boucher, prófessor í ensku við Háskóla Íslands, tók
saman tvö söfn slíkra smásagna og birtust þau í þýðingu Helga á fal-
legum bókum, Við sagnabrunninn (1971), og Við tímans fljót (1985). Í fyrri
bókinni segir meðal annars af Bjólfi og Grendli, riddaranum Róllant,
Hróa hetti, Ódysseifi, Mídasi kóngi, kaupmanninum í Bagdað og
japönsku mánaprinsessunni.
Þannig spannar verk Helga alla miðlun heimsbókmenntanna, allt
frá alþýðlegum endursögnum hverskonar verka úr ýmsum verald-
arhornum til kröfuharðra þýðinga hinna virtustu bókmenntatexta.
Og slíkur lykilmaður varð Helgi á heimsbókmenntaakrinum hér á
Fróni að nauðsynlegt varð að fá hann til að þýða stórvirki sem samin
voru á málum er honum voru lítt eða ekki aðgengileg.
Í nýlegum útvarpsþætti sagði Sveinn Einarsson leikstjóri og
fyrrverandi leikhússtjóri frá því er hann fékk Helga til að þýða