Són - 01.01.2009, Qupperneq 40
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON40
Antígónu Sófóklesar fyrir Leikfélag Reykavíkur.44 Helgi þverneitaði í
fyrstu, ekki síst vegna þess að hann væri ekki grískumaður, en svo fór
að þýðing hans, í bundnu hexametursformi með hliðsjón af frumhætt-
inum, var sett á svið í Iðnó í leikstjórn Sveins árið 1970. Fleiri forn-
grísk leikrit fylgdu í kjölfarið, enn að áeggjan Sveins Einarssonar:
Oresteiu-þríleikur Æskílosar, Ödipús konungur eftir Sófókles og Medea
eftir Evripídes. Fyrir útvarpið þýddi Helgi síðan Alkestis og Bakkynjur
eftir Evrípídes. Verkum grísku harmleikjakáldanna þriggja í þýðingu
Helga fjölgaði þannig smám saman, þótt Helgi streittist lengi vel á
móti þessu hlutskipti sínu og legði áherslu á að honum blöskraði að
„þykjast vera að þýða úr máli sem ég kynni ekkert í“, eins og hann
komst sjálfur að orði. Fyrir vikið yrði hann að styðjast við ýmsar
þýðingar á önnur mál.45
Um þessar aðstæður mætti rita langt mál – en það verður ekki gert
hér. Látið skal nægja að benda á að þótt það sé að sjálfsögðu ókostur
fyrir þýðanda að vera ekki fluglæs á frumtexta verka sem þýdd eru,
hefur svona verið ástatt í tilviki margra merkra bókmenntaþýðinga
um aldir og víða um lönd; jafnvel þannig að þýðendur hafa ekki haft
nokkurn aðgang að frumtextanum né getað spurt aðra um einstaka
staði eða tjáningarhátt í þeim. En þýðingar eru flókið og breitt svið
tjáningar og þetta hefur ekki komið í veg fyrir að þannig hafi margar
merkar og mikilvægar þýðingar til orðið. Grískir harmleikir í þýðingu
Helga eru í góðum félagsskap hér á landi og má þar ekki síst nefna
Paradísar missi Miltons í þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bægisá, en þenn-
an enska ljóðabálk þýddi hann eftir danskri og síðar einnig þýskri
þýðingu. Svo fór að lokum að birt var heildarsafn grísku harmleikj-
anna í þýðingu Helga – sjö leikrit Æskíkosar, sjö eftir Sófókles og
átján eftir Evrípídes – í einni mikilli bók sem út kom 1990: Grískir
harmleikir. Vart þarf að orðlengja hversu mikilvæg þessi verk hafa
verið í sögu heimsbókmenntanna.
Þótt nú hefðu komið út heildarsöfn Shakespeares og grísku harm-
leikjaskáldanna í þýðingu Helga, hafði hann ekki sagt sitt síðasta orð
sem þýðandi heimsklassíkur leikbókmenntanna. Árið 1997 birtist hjá
Máli og menningu bókin Sígildir ljóðleikir, sem hefur að geyma þýð-
ingar Helga á fimm stórvirkjum í bundnu formi – leikljóði. Þau eru:
Lífið er draumur eftir Spánverjann Calderón, Kardinálar að kvöldverði
44 RÚV, Rás 1, 10. apríl 2009.
45 Helgi Hálfdanarson: „Eftirmáli þýðanda“, Grískir harmleikir, þýð. Helgi Hálf-
danarson, Reykjavík: Mál og menning 1990, bls. 1197.