Són - 01.01.2009, Page 44
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON44
söfnum, getur varla talist réttmætt að kalla val hans tætingslegt eða
handahófskennt. Eftir á að hyggja sjáum við samsetta mynd fremur
en sundurlausa. Og rétt er að taka fram að Helgi hefur ekki fyrst og
fremst að leiðarljósi að fylla upp í eyður. Hann þýðir einnig ljóð sem
aðrir hafa þýtt áður, en þau setur hann fram á íslensku að sínum
hætti. Hann túlkar þannig ýmis og margbreytileg stef í ljóðlist heims-
ins sem honum eru hugstæð, af hvaða ástæðu sem það kann að vera.
Í reynd má líkja þessu í grundvallaratriðum við iðju þess sem frum-
yrkir ljóð: viðfangsefnin og tilefnin eru misáberandi og misrismikil.
Helgi hefur vissulega þýtt mörg ljóð sem talin hafa verið til helstu
gimsteina heimsbókmenntanna; þau hafa höfðað til hans og hann
hefur sannarlega skilað mörgum þeirra afburðavel inn í íslenskan
málheim. En hann hefur leitað tjáningarleiða víða; ljóðsköpunin er
grasrótarstarf í sálarkirnunni og sköpunargleði Helga leitar uppi
austurlensk smáljóð og alþýðlegar kímnivísur rétt eins og djúphugul
og átakamikil kvæði þeirra skálda sem þykja setja hvað mestan svip á
ljóðlistarsögu Vesturlanda, allt frá fornklassísku skeiði til okkar tíma.
Ort og rætt undir huliðshjálmi
Nú verður söðlað um og vikið stuttlega að leikbrögðum Helga í
ritlistinni, ef svo mætti orða hugmyndaríka kímni hans, sem er fágætt
fyrirbæri í bókmenntum og opinberri umræðu. Hann brá stundum á
það ráð að yrkja og ræða málin undir huliðshjálmi.
Eins og áður segir hafði Helgi yndi af rökræðum og honum þótti
miður ef enginn vildi yrðast við hann. Við slíkar aðstæður skarst
Hrólfur nokkur Sveinsson stundum í leikinn með snúðugum and-
mælum. Helgi kynnir þennan sveitunga sinn og fermingarbróður á
eftirfarandi hátt, og í kynningunni kemur strax fram það sem
margsannaðist að jafnan voru þeir vinirnir ósammála:55
Hrólfur er maður nefndur og er Sveinsson; hann er vinur minn.
Einhverntíma sagði hann við mig, þegar við vorum saman á
gangi: „Það bregst mér ekki, þegar skaparinn fann upp smekk-
inn, hefur hann haft Hallgrímskirkju í huga. Fyrir bragðið þarf
ég ekki annað en segja: Hókus Pókus, hún skal vera falleg; og
um leið er hún orðin eitthvert fegursta hús í bænum.“
55 Morgunblaðið, 3. maí 1980.