Són - 01.01.2009, Síða 46
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON46
en sólin kjassar kvikindið með spekt
og karar skelluberan lubba-svörðinn
svo sem hún hafi aldrei áður þekkt
indælli króga í guðs og sinni slekt.
Hið kyndugasta af kveðskap Hrólfs er „Kvæði um ástir samlyndra“,
sem sagt er að hann hafi grafið upp af kistubotni norður í Hrúta-
firði.58 Þetta er kímilegt kvæði, ort undir dróttkvæðum hætti, skráð
með torkennilegri stafsetningu og uppfullt af kenningum sem alls ekki
eru úr hinu forna skáldamáli, heldur ættaðar úr neyslukrami sam-
tímans en stundum með fornu yfirbragði. Kvæðið er tekið saman og
kenningar útskýrðar eins og venja er í fornritaútgáfum. Gírskrölts-
trunta og bremsu-brakjálkur er bifreið, gírskrölts-truntu-gláni er bílstjóri,
hanastéls-tróða og sjússa-Sjöfn er kona, gjaldeyris-Baldr er karlmaður,
klækja-dunkr er brjóst, klækja-dunks-pækill er brjóstlögur og klækja-dunks-
pækill Gauts (Óðins) er skáldskapur.
Árið 1993 gaf Mál og menning svo út Ljóðmæli eftir Hrólf og ber
kverið undirtitilinn Mikið magn af limrum. Í formála segir Hrólfur með
nokkru yfirlæti að útlendingar hafi „reynt að þýða sum kvæðanna en
ekki ráðið við það betur en svo, að þeir hafi neyðst til að kalla þau
frumort.“ Síðan sneiðir hann að öllum þýðendum ljóða og segist telja
„einmitt rétt að skylda þýðendur til að birta svo kallaðar þýðingar
sínar sem sinn eigin frumkveðskap í stað þess að ljúga hvers konar leir-
burði upp á saklausa útlendinga.“59 Í Ljóðmælum eru eingöngu limrur
og eru skopeigindir þess kveðskaparforms vel nýttar í kveri þessu, til
dæmis í limrunni „Markaðsbúskapur” með gamansömum vísunum:
Egill fór vestur um ver
með vélskrokkað tilberasmér
og fékk fyrir það
þegar í stað
hausinn á sjálfum sér.
Eða í þessari sem nefnist „Ég, Hrólfur Sveinsson“:
58 Lesbók Morgunblaðsins, 3. nóvember 1984.
59 Hrólfur Sveinsson: Ljóðmæli. Mikið magn af limrum, Reykjavík: Mál og menning
1993, bls. 7. Með undirtitlinum minnir Helgi á gagnrýni sína á ofnotkun orðsins
„magn“ (mikið magn, meira magn o.s.frv.). Sbr. „Meira magn af báðu“, Morgunblaðið
28. febrúar 1975.