Són - 01.01.2009, Page 48
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON OG EYSTEINN ÞORVALDSSON48
og af trjánum tínir ber,
títt við fuglinn gamnar sér;
hefur oft í hennar vist
hrakinn umrenningur gist.
Það er sjálf matráðskonan, Guðrún Sæmundsdóttir, sem hér er lýst
svo fallega, en hún átti sumarhús og stóran trjágarð austur í Laug-
ardal. Eitt sinn var á þetta kvennaval magnaður draugur vestan af
Mýrum. Í brag um þann atburð eru þessar hringhendur:
Ljóðaglundur gerjast enn
görótt undanrenna,
þegar skunda Mýramenn
myrka stund til kvenna.
Mektar-draugur Mýrum frá,
mjög á taugum kvalinn,
upp úr haug fór enn á stjá
inn í Laugardalinn.
Kona fróð og kennd við spaug,
kunn sem ljóðasmiður,
köldu blóði kalinn draug
kveður óðar niður.
Fleira verður ekki rakið af þessum innanhúss-kveðskap en margt úr
honum er varðveitt í handskrifuðu kveri er nefnist Tárdæla.
Enn hugað að arfi ljóða
Í safnritinu Erlend ljóð frá liðnum tímum, sem áður var vikið að, eru
nokkur ljóð eftir eitt höfuðskáld Rómverja, Hóras. Helga fannst
greinilega að hann ætti honum frekari skuld að gjalda og árið 1991
birtust 30 ljóð eftir Hóras í þýðingu Helga í sérstakri bók sem nefnist
Í skugga lárviðar. Níu þeirra höfðu áður birst í bókinni Erlend ljóð frá
liðnum tímum, en á meðal þeirra sem bæst hafa við er hið kunna ljóð
„Carpe diem“ sem Helgi nefnir „Njótum dagsins“ og þýðir svo:61
61 Í skugga lárviðar. Þrjátíu ljóð eftir Hóras, þýð. Helgi Hálfdanarson, Reykjavík: Vaka-
Helgafell 1991, bls. 22.