Són - 01.01.2009, Page 49
Á HNOTSKÓGI 49
Spurðu’ einskis þess um örlög vor
sem ekki er leyft að hnýsast í:
það æviskeið og endalok
sem ætla goðin þér og mér.
Reyndu’ ekki að lesa Lífsins bók
né leita skaltu á spámanns fund.
Bezt er að allt sem bíður vor
á bak við tímann leynist vel
fremur en sé oss sjálfum ljóst
hvort senda vill oss Júpíter
þann vetur hinztan sem um sinn
á sjávarhömrum brýtur hrönn.
Því máttu hygginn hefja skál
en hvergi stunda á langa von.
Nú, sem ég örfá orð hef mælt,
úr augsýn hraður tíminn flaug.
Fjórum árum síðar, 1995, kemur enn bók með ljóðaþýðingum
Helga og þótt titillinn sé hógvær: Nokkur þýdd ljóð, er hér ýmsan dýr-
grip að finna, til dæmis þetta stutta ljóð, „Til Anaktóríu“, eftir grísku
skáldkonuna Saffó:62
Margur kallar fegurst á vorri foldu
fáka, stríðsmenn, herskip á björtum sævi.
Finn ég samt ei fegurra neitt en bros í
falslausum augum.
Í bókinni eru ljóð eftir fleiri meistara forngrískrar sem og latneskrar
skáldlistar og segja má að hér staðfesti Helgi það samband sitt við
hina klassísku fornöld sem eflst hafði með árunum. En jafnframt má
benda á hversu listilega Helgi tengir hér hefðarbraginn við nútímalegt
ljóðform – og það gerir hann með ljóðstöfum og sveigjanlegri hrynj-
andi eins og hann átti vanda til (í þessu tilviki lætur hann sama
ljóðstafinn hljóma í báðum vísuhelmingum). En hann minnir enn
rækilegar á þær fjölbreytilegu víddir, sem hann bjó yfir, með þýðing-
um sínum á fjórtán óbundnum smáljóðum sem þarna birtast eftir
62 Helgi Hálfdanarson: Nokkur þýdd ljóð, Reykjavík: Mál og menning 1995, bls. 110.
Eftirfarandi tilvitnanir í þessa bók er sóttar á bls. 125, 28, 82 og 20.