Són - 01.01.2009, Page 67
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 67
gangur þeirra Örvar-Odds og Hjálmars með komunni til Sámseyjar
að afla viðar til að gera við eitt skipa sinna eins og raunin er einnig í
Örvar-Odds sögu.6
Yfirlit yfir rímur um Hjálmar hugumstóra og Ingibjörgu
Ástarsögur eru fáar í fornaldarsögum, aðeins saga Hjálmars og
Ingibjargar og Friðþjófs saga frækna geta talist hreinar ástarsögur.
Á fyrstu áratugum 19. aldar verður sögnin um Hjálmar hugum-
stóra og Ingibjörgu rímnaskáldum hugstætt yrkisefni. Það má efunar-
laust í fyrstu rekja til útgáfu á Rímum af Hervöru Angantýrsdóttur eftir
Ásmund Sæmundsson í Hrappsey árið 1777 en áreiðanlega einnig til
útgáfu C.C. Rafns á fornaldarsögum á árunum 1829–1830. Þá urðu
þessar sögur aðgengilegri en áður hafði verið þótt vissulega lifðu þær
í huga fólks og sæg handrita meðal alþýðu.7 Þótt margir alþýðumenn
hafi ekki haft ráð á að kaupa útgáfu Rafns þýddi það ekki að þeir
hefðu ekki aðgang að sögunum. Þess eru jafnvel dæmi að sögur úr
útgáfu Rafns væru skrifaðar upp til að eiga þær ávallt tiltækar til
heimabrúks. Þannig lokaðist hringurinn: saga í handriti prentuð
bók aftur handrit. Alþýðuútgáfa Valdimars Ásmundssonar 1885–
1889 var hins vegar á viðráðanlegu verði fyrir mun fleiri og varð svo
feikilega vinsæl að hún var endurprentuð 1891.
Vitað er um fjölmörg skáld sem spreyta sig á hetju- og ástarsögn-
inni um Hjálmar og Ingibjörgu og eru að allt fram til ársins 1960.
Flestar rímurnar af þeim eru þó ortar á seinni hluta 19. aldar og víða
má þá sjá gæta áhrifa frá rómantísku stefnunni. Sumar voru rímurnar
prentaðar þegar um og eftir 1860 en þær voru þó ekki margar.
Skáldin, sem yrkja inn í þessa hefð, eru sum hver þjóðkunn og
fróðlegt að velta fyrir sér hvernig þau dreifðust um landið. Rímur og
annar kveðskapur um efnið, eftir því sem næst verður komist, er eftir-
farandi. Þó getur verið að fleira leynist í handritasöfnum.
1) Rímur af Hervöru Angantýrsdóttur eftir Ásmund Sæmundsson (á lífi
1649, látinn fyrir 1656), ortar um 1640, prentaðar í Hrappsey
1777. 20 rímur. Ásmundur var Eyfirðingur.
6 Sbr. Stephen A. Mitchell. „The fornaldarsÄgur and Nordic Balladry: The Sámsey
Episode across Genres.“ Fornaldarsagornas struktur och ideologi, bls. 250.
7 Sjá nánar Matthew James Driscoll. „Fornaldarsögur Norðurlanda: The stories that
wouldn’t die.“ Fornaldarsagornars struktur och ideologi, bls. 257–267.