Són - 01.01.2009, Qupperneq 70
BRAGI HALLDÓRSSON70
í handritasöfnum frekar en Finni Sigmundssyni. Símon var Skag-
firðingur en flakkaði um landið og seldi rímur sínar og kveðlinga
sem hann lét prenta.
Skylt efni kann að leynast í rímum sem ortar voru um Örvar-Odd,
til dæmis í Rímum af Örvar-Oddi eftir Hafliða Finnbogason (1835–1887)
sem ortar voru árið 1864 (Lbs. 2456, 8vo og Lbs. 2956, 8vo), alls 20
rímur. Í þessum rímum er hlaupið að mestu yfir þátt Hjálmars og
ævintýri hans með Örvar-Oddi.
Þegar dreifing rímnaskáldanna um landið er skoðuð kemur ýmis-
legt forvitnilegt í ljós. Þar eru Skagfirðingar iðnastir, eða fjórir. Norð-
lendingar eiga alls tíu fulltrúa, Vestlendingar (með Reykjavík) og
Vestfirðingar níu. Sunnlendingurinn er aðeins einn og Austfirðingur-
inn er líka aðeins einn en hann flutti ungur til Reykjavíkur og bjó þó
lengstum í Kaupmannahöfn og orti sína rímu þar. Skipting skáldanna
eftir uppruna og búsetu í landshlutum er ekki ólík því sem ætla má að
bækur Hrappseyjarprentsmiðju hafi náð að berast. Yrkisefnið um
Hjálmar hugumstóra er því greinilega langvinsælast á norðvestan- og
vestanverðu landinu. Fæðingarstaðir og búseta kvæðamanna, sem
koma við sögu á korti í Silfurplötum Iðunnar, er svo til sú sama.9 Finnur
Sigmundsson tók einnig saman yfirlit yfir búsetu allra rímnaskáld-
anna sem eru um 480 í heild:
Þau eru úr öllum sýslum landsins, en þó er hlutur Norð-
lendinga mestur að höfðatölu. Mun láta nærri, að fjórar sýslur,
Húnavatnssýsla, Skagafjarðarsýsla, Eyjafjarðarsýsla og Þingeyj-
arsýsla, eigi helming rímnaskáldanna, og skiptast þau nokkurn-
veginn jafnt á sýslurnar. Næst koma Múlasýslur, þá Borgar-
fjarðarsýsla, Dalasýsla og Snæfellssýsla.10
Talning mín kemur nokkurn veginn heim og saman við talningu
Finns, að því undanskildu að hlutur Múlasýslu er mun betri en hjá
mér en hlutur Vestfirðinga og Vestlendinga verri hjá honum.
9 Sjá Silfurplötur Iðunnar: 278–279. Þetta gæti gefið tilefni til kenningarsmíðar. Sagna-
ritun að fornu virðist hafa verið mest stunduð á norðvestanverðu landinu, hvað
sem öðru líður er meirihluti sögusviðs Íslendingasagna í þessum landshlutum.
Skyldi nú svo vera að af þessu megi ráða að bókmenntaiðja og bóklestur á land-
inu myndi samfellu allt frá elstu tímum fram á okkar daga?
10 Finnur Sigmundsson. Rímnatal I:ix.