Són - 01.01.2009, Page 72
BRAGI HALLDÓRSSON72
texti hafi haft mest áhrif á rímnaskáldin sem á eftir komu. Rímurnar
eru alls 20 en aðeins verður fjallað um fjórar fyrstu rímurnar og 15
fyrstu vísur fimmtu rímu sem varða efni þessarar greinar, alls 347
vísur.
Um höfundinn er fátt vitað en hann er talinn fæddur um 1580–
1590. Hann var á lífi árið 1649 en látinn fyrir 1656. Helst verður
ráðið af rímunum að hann hafi verið orðhvatur, lífsglaður og fátækur
Eyfirðingur frá Samkomugerði, sem var um hans daga orðið „eyði-
stekkur“ (sbr. I 17), og verið allnokkuð við aldur, eins og fram kemur
í mörgum mansöngsvísum (t.d. I 1), þegar hann orti rímurnar.
Auðsýnt er að hann hefur verið ólærður alþýðumaður en hann hefur
samt náð að heyja sér nokkur latnesk tökuorð sem hann grípur til í
rímunum. Auk þess er svo að sjá af ýmsum mansöngsvísum að hann
hafi borið takmarkaða virðingu fyrir jafnt geistlegum sem veraldleg-
um yfirvöldum, sbr. vísur þar sem Jón Helgason telur að Ásmundur
hafi sett ofan í við Hall Björnsson lögsagnara sem vegna harðneskju
sinnar var kallaður hinn harði. Óbilgirni hans má ráða af því að hann
réttaði yfir frænku sinni áður en hún hafði náð að jafna sig eftir barns-
burð:
X 5
Stendur innlendum virðum ver
að vinna á kvinnu skyldri sér,
einkum krenking ef hún ber
áður og þjáð í súta hver.
X 7
Gírugan ýring blóðs með bann
bar að varast hvern með sann,
þó vetur létist vera hann
vamma gamall sýslumann.
Í fyrstu rímu (I 8) nefnir Ásmundur fjandmenn sína og gæti þá ef
til vill átt við Hall en ekki er vitað hvort hann átti í sökum við hann.
Hann ýjar einnig að því fyrr í sömu rímu að hann gæti vel ort ákvæða-
vísu gegn fjandmönnum sínum en stilli sig þó um það:
I 5
Þó hefði eg soddan hróðrar snert
að hrífa nokkrum skyldi,
er sá sæll sem illt gat gert
og ekki heldur vildi.
Í formála Hervarar sögu og Heiðreks konungs ræður Jón af þessum
vísum að rímurnar hafi verið ortar um 1640 því að Hallur var aðeins