Són - 01.01.2009, Page 76

Són - 01.01.2009, Page 76
BRAGI HALLDÓRSSON76 dóttur Bjartmars jarls í Aldeigjuborg. Þar með hafa ættir Goðmundar, Óðins og Álfs tengst að endingu.15 Af framgreindri ættrakningu leiðir að Arngrímssynir eru því hvorttveggja komnir af Jafet og Kam Nóasonum og fyrrnefndu ill- þýði, afkomendum Kams. Þetta ætterni skýrir hvorttveggja mennskt eðli þeirra og berserksganginn sem á þá rennur þegar svo ber undir. Næst víkur sögunni að heitstrengingu Hjörvarðs Arngrímssonar í Bólm um að ganga að eiga enga aðra konu en Ingibjörgu dóttur Yngva konungs í Svíþjóð.16 Þangað fara þeir bræður bónorðsför en Hjálmar landvarnarmaður Yngva getur ekki með nokkru móti séð á eftir Ingibjörgu í sæng með Hjörvarði og hefur einnig upp bónorð við Ingibjörgu. Þar með hefst ástarsagan sem leiðir til einvígisins í Sámsey. Faðir Ingibjargar skýtur málinu til hennar og hún kýs Hjálmar. Þessi þáttur sögunnar er ekki þaninn út eins og síðar verður hjá öðrum rímnaskáldum heldur er hann mjög samhljóða sögunni. Annað atriði í framvindu frásagnarinnar, þar sem miklu skakkar milli sögu og rímna, er bardaginn í Sámsey sem lýst er í löngu máli (IV 11–62), mun nákvæmar en í sögunni og oft með miklum tilþrif- um, svo sem berserksganginum á Arngrímssonum sem ekki eru bein- línis frýnilegir: 15 Það er með vilja gert að hafa endursögn ættartengslanna ítarlega þótt hún sé raun formáli að sögu Hjálmars og Ingibjargar. Henni er einkum ætlað að vera til skiln- ingsauka í eitt skipti fyrir öll þegar fjallað verður um aðrar rímur. 16 Bústaður Yngva er ekki sá sami í sögunum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs bíður Ingibjörg í festum í Uppsölum en í Örvar-Odds sögu í Sigtúnum. Þetta atriði má með öðru hafa til marks um hvorri sögunni skáldin ortu eftir. IV 12 Iljar skóku um eyjar veg, æstum hvor var vendur, grimmlega tóku að grenja mjeg og geifluðu skjaldarrendur. IV 42 Allir héldu um Óma bál afmyndaðir að skoða, gnöguðu skjöld en gnýðu stál og gaus út úr þeim froða. IV 45 Við atvik þetta ískraði sút illskutrylldum mönnum, tungur rétta allir út og urguðu saman tönnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.