Són - 01.01.2009, Page 76
BRAGI HALLDÓRSSON76
dóttur Bjartmars jarls í Aldeigjuborg. Þar með hafa ættir Goðmundar,
Óðins og Álfs tengst að endingu.15
Af framgreindri ættrakningu leiðir að Arngrímssynir eru því
hvorttveggja komnir af Jafet og Kam Nóasonum og fyrrnefndu ill-
þýði, afkomendum Kams. Þetta ætterni skýrir hvorttveggja mennskt
eðli þeirra og berserksganginn sem á þá rennur þegar svo ber undir.
Næst víkur sögunni að heitstrengingu Hjörvarðs Arngrímssonar
í Bólm um að ganga að eiga enga aðra konu en Ingibjörgu dóttur
Yngva konungs í Svíþjóð.16 Þangað fara þeir bræður bónorðsför en
Hjálmar landvarnarmaður Yngva getur ekki með nokkru móti séð
á eftir Ingibjörgu í sæng með Hjörvarði og hefur einnig upp bónorð
við Ingibjörgu. Þar með hefst ástarsagan sem leiðir til einvígisins í
Sámsey. Faðir Ingibjargar skýtur málinu til hennar og hún kýs
Hjálmar. Þessi þáttur sögunnar er ekki þaninn út eins og síðar
verður hjá öðrum rímnaskáldum heldur er hann mjög samhljóða
sögunni.
Annað atriði í framvindu frásagnarinnar, þar sem miklu skakkar
milli sögu og rímna, er bardaginn í Sámsey sem lýst er í löngu máli
(IV 11–62), mun nákvæmar en í sögunni og oft með miklum tilþrif-
um, svo sem berserksganginum á Arngrímssonum sem ekki eru bein-
línis frýnilegir:
15 Það er með vilja gert að hafa endursögn ættartengslanna ítarlega þótt hún sé raun
formáli að sögu Hjálmars og Ingibjargar. Henni er einkum ætlað að vera til skiln-
ingsauka í eitt skipti fyrir öll þegar fjallað verður um aðrar rímur.
16 Bústaður Yngva er ekki sá sami í sögunum. Í Hervarar sögu og Heiðreks konungs bíður
Ingibjörg í festum í Uppsölum en í Örvar-Odds sögu í Sigtúnum. Þetta atriði má með
öðru hafa til marks um hvorri sögunni skáldin ortu eftir.
IV 12
Iljar skóku um eyjar veg,
æstum hvor var vendur,
grimmlega tóku að grenja mjeg
og geifluðu skjaldarrendur.
IV 42
Allir héldu um Óma bál
afmyndaðir að skoða,
gnöguðu skjöld en gnýðu stál
og gaus út úr þeim froða.
IV 45
Við atvik þetta ískraði sút
illskutrylldum mönnum,
tungur rétta allir út
og urguðu saman tönnum.