Són - 01.01.2009, Page 77
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 77
Dánaróður Hjálmars (IV 63–70) er einnig í mörgu mjög á skjön við
vísur sögunnar sem hér eru settar til hliðar til samanburðar en þær
eru mun ítarlegri:
Ríma
„Sextán eru sár mér gerð,“
svaraði Hjálmar Oddi,
„eggin ber í eitri herð
inn við hjartað loddi.
Hjálmur er bæði höggvinn minn,
hér með brynjan góða,
hleypur mæði í hjartað inn
heljar til að bjóða.
Dánaróður Hjálmars í U-gerð
„Sár hef eg sextán,
slitna brynju;
svart er fyrir sjónum,
seinka eg að ganga;
hneit mér við hjarta
hjör Angantýrs
hvass blóðrefill
herður í eitri
Fimmtán borgir forðum hér
fríðar átti á láðum
með orma torgir undi mér,
aldri þó í náðum.
Því skal hyggja af hýrri frú
og hrósa rauðum baugi,
verð eg liggja látinn nú
lífs andvana í haugi.
Átti eg á foldu
fimm tún saman,
en eg því aldrei
undi á láði;
nú verð eg liggja
lífs andvani,
sverði undaður
Sáms í eyju.
[…]
Aldrei lífs mig aftur sér
Ingibjörg mín kæra,
hringinn vífs af hendi mér
henni skaltu færa.
Fingra þvita foldin mig
fríðust síðast leiddi
á Agnarsfit svo elskulig
eins og hugurinn beiddi.
Dragðu mér af hendi
hringinn rauða,
færðu minni ungu
Ingibjörgu;
sá mun henni
hugfastur tregi
ef hún síðan mig
sér aldrei.
Góss af auði, gull og mey
gleðja mig nú eigi,
feigð og dauði í fálu þey
finn eg á þessum degi.