Són - 01.01.2009, Page 79
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 79
hann liggur sægur handrita í Landsbókasafni, jafnt frumsamið efni
(einkum sagnaþættir og rímur) sem og uppskriftir rita annarra
manna. Talsvert af efni eftir hann hefur verið prentað en annað
ekki.18
Rímur af Hervöru og Heiðreki konungi voru ortar árið 1823 að
beiðni Jóns Espólíns sýslumanns og sagnaritara, enda er hann mærð-
ur í mörgum mansöngvum rímnanna. Gísli var náinn vinur Jóns í
þrjá áratugi en hann hvatti Gísla til skrifta og lánaði honum bækur.
Rímurnar eru 14 talsins og hafa ekki verið prentaðar en eru til í sjö
handritum í Handritadeild Landsbókasafns, þar af fjórum eiginhand-
arritum. Hér verður aðeins fjallað um tvær þær fyrstu og 53 fyrstu
vísurnar í þriðju rímu enda varða þær efni þessarar greinar, alls 255
vísur.
Í þessum rímum gefst kostur á að gægjast aðeins yfir öxl höfundar
og sjá betur en hjá Ásmundi hvernig vinnubrögðum hans var háttað.
Meginheimild Gísla er Hervarar saga og Heiðreks konungs en hann styðst
við fleira. Geta má sér til að hann hafi fengið Uppsalaútgáfu Vere-
liusar 1672 eða Kaupmannahafnarútgáfu Stefáns Björnssonar 1785 að
láni hjá Jóni Espólín eða haft eitt eða fleiri handrit af sögunni undir
höndum. Í handritum Gísla er Örvar-Odds saga (ÍB 384, 4to í uppskrift
Páls Sveinssonar á Steinsstöðum) og hana hefur hann einnig notað.
Rímur Ásmundar hefur hann líka þekkt enda ber hann lof á Ásmund
í mansöng þriðju rímu:
18 Sjá nánar um helstu æviatriði Gísla í formála Jóns Torfasonar að Húnvetninga sögu
Gísla, I:1–4. Gísli skrifaði einnig sjálfur ævisögu sína: Æfisaga Gísla Konráðssonar.
Um rit Gísla sjá Páll Eggert Ólason. Íslenzkar æviskrár II:66–67.
III 5
Eru bundin bragarföng
Bifurs ker þó spenni
því Ásmundar öflgan söng
aldinn hér eg kenni.
III 6
Það mér hneigist helst í grun
– hræsnislaust er þetta –
hægt að eigi hönum mun
hróður traustar flétta.
III 7
Enn sanna flestir sinnar hér
síla bólmar funa,
langtum best hans yrkið er
ort um hólmgönguna.
III 8
Hyggjan mín hans heldur ljóð,
Hnikars sjáldrið þægsta,
og í sínum aldur móð
orustuskáld var frægsta.