Són - 01.01.2009, Page 81
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 81
Gísli sleppir forsögunni um ferðalag Óðins og Álfs eins og hún er
hjá Ásmundi en dálæti hans á bardagalýsingum er svipað og hjá
honum. Gísli fylgir einnig sögunni nákvæmar en Ásmundur, svo sem
orðaskiptum Örvar-Odds og Hjálmars fyrir bardagann í Sámsey. Þar
fylgir hann fyllri frásögn Örvar-Odds sögu enda átti hann söguna í
handritum sínum. Þaðan hefur hann einnig Dánaróð Hjálmars sem
meðal annars sést af því að hann segir „Tún eg átti fimm …“ en í
Hervarar sögu og Heiðreks konungs stendur „Fimmtán borgir forðum hér
…“. Engu að síður breytir hann aðeins röðinni í frásögninni sem
hann styttir nokkuð en orðalagslíkingar leyna sér ekki. Til saman-
burðar eru textarnir birtir hér hlið við hlið en sleppt nafnaþulunni um
bekkjarnauta Hjálmars við hirðina í Uppsölum:19
19 Seinna í greininni verður fjallað um önnur skáld og því er gagn að því að hafa
báðar gerðir Dánaróðs Hjálmars til taks í meginmáli.
Vísur Gísla:
III 36–49
Sárin styrjar sextán ber,
sundur treyjan spanga,
svart er fyrir sjónum mér,
sé ég ei að ganga.
Mér því hneit við hugar flís
hjörs í grefa skarði
herður eitri Angantýs
unda refill harði.
Dánaróður Hjálmars
í Örvar-Odds sögu:
Sár hefi ek sextán,
slitna brynju,
svart er mér fyr sjónum,
sékat ek ganga.
Hneit mér við hjarta
hjör Angantýs,
hvass blóðrefill
herðr í eitri.
Tún eg átti fimm alfrjó
fögrum hér á láðum,
en samt mátti’ eg aldrei þó
una mér í náðum.
Öndu skerður, æða þurr,
auðs af megin hyggja,
hlýt eg sverði sundraður
Sáms- í -eyju liggja.
Fregna eigi þat
á fold konur
at fyr höggum
hlífast létak.
Hlær eigi at því
at ek hliða gerðak,
snót svinnhuguð
Sigtúnum í.