Són - 01.01.2009, Page 85
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 85
Ríma Hjálmars er því afar sjálfstætt verk unnið upp úr fornaldar-
sögunum tveimur og markar tímamót. Skáldamál hans er einfalt og
auðskilið og bragarhátturinn leikur honum á tungu.
Eftirmæli eftir Hjálmar hugumstóra
eftir Guðrúnu Þórðardóttur
Guðrún (1816–1896) ólst upp í foreldrahúsum á Gróustöðum í
Geiradal. Hún bjó ásamt manni sínum á Valshamri og er oftast kennd
við þann bæ. Hjónin fluttu til Vesturheims árið 1883 og þar lést
Guðrún. Að minnsta kosti tvö kvæði eftir hana birtust í blöðum24 en
kvæðasyrpur hennar eru mjög dreifðar í handritum á Landsbóka-
safni, meðal annars rímur af Aroni Hjörleifssyni og Snældustólsríma.25
Fyrir fimm árum birtust á prenti ljóðabréf síra Jóns Sigurðsson á
Söndum í Dýrafirði og Guðrúnar.26
Ríma Guðrúnar er 44 vísur, ort einhvern tíma fyrir 1852 og hefur
ekki verið prentuð.27 Hún er ort undir ferskeyttum hætti, misdýrum,
en þar má finna bæði hringhendar, víxlhendar, frumhendar og síð-
hendar vísur. Guðrún tekur efnið afar skáldlegum tökum í háróman-
tískum anda þar sem ástin og dauðinn er alþekkt minni. Elskendurnir
sameinast að lokum í dauðanum eins og Helgi Hundingsbani og
Sigrún Högnadóttir eða Tristran og Ísodd svo að þekkt dæmi séu
nefnd. Líkt og Bólu-Hjálmar gerir hún ráð fyrir að það nægi að vísa
til hetjusögunnar. Síðan skapar hún alveg nýtt verk. Hún hefur engan
áhuga á bardaganum í Sámsey heldur byrjar rímuna þegar Örvar-
Oddur kemur með lík Hjálmars til Svíþjóðar. Kvenlegar tilfinningar
og harmur Ingibjargar fá nú loksins skýra rödd innan ástarsögunnar.
Fyrst minnist hún afreka hetjunnar (3–9) en lítur síðan á blóðugt líkið
73
Flingrið málma fleins um gólf
frétti á hríða svæði:
Yngri Hjálmar öldum tólf
orti síðar kvæði.
74
Styttist klíðin stöku veik,
stefin gleymsku kafni,
gæfan síður gjörvuleik
get eg fylgi nafni.
24 Erfiljóð um Önnu Einarsdóttur í Norðra, 35.–36. tbl. 31. des. 1860 og um Jón
Ormsson í 2. árg. Norðanfara 1. mars 1863.
25 Sjá nánar Finnur Sigmundsson. Rímnatal II:57 og Páll Eggert Ólason. Íslenzkar
æviskrár II:199.
26 Sjá Þórður Ingi Guðjónsson. „beitt sá hafði björtum andans vigri“, bls. 99–133.
27 Í beinu framhaldi af þessari grein birtist hún á prenti í fyrsta sinn.