Són - 01.01.2009, Page 91
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 91
5) Trana elur Kol krappa, son Kols kroppinbaks.
6) Framar, sonur Trönu og Herfinns, fæðist.
7) Kolur krappi fastnar sér Ingibjörgu Valdadóttur með ofbeldi.
8) Sturlaugur starfsami biður um hönd Ingibjargar.
9) Sturlaugur vegur Kol krappa.
10) Framar heyr einvígi við Sturlaug til að hefna hálfbróður síns.
Einvígið stendur í þrjá daga en þá semja þeir grið sín á milli.
Sturlaugur hverfur úr sögunni.
11) Framar gengur að eiga Ingibjörgu Valdadóttur og þau eignast
Hjálmar.
12) Hjálmar fer fimmtán ára gamall í víking til Garðaríkis og hittir
þar Trönu ömmu sína sem þá er orðin öldruð.
13) Dungaður konungur og berserkir hans herja á ríki Trönu en
Hjálmar berst við þá og hefur sigur. Trana býður honum
Garðaríki eftir sinn dag.
14) Hjálmar afþakkar og segist eiga annað ríki á Gautalandi.
15) Hjálmar herjar á Vindlandi og Póli.
16) Hjálmar fer til Inga konungs í Uppsölum, gerist landvarnarmaður
hans og er elskaður og dáður af öllum landslýð.
17) Hjálmar fer í víking.
18) Á Eyrarsundi hittir hann Örvar-Odd. Þeir heyja einvígi í þrjá
daga, semja þá með sér grið og gera með sér bræðralag.
19) Oddur fer til Uppsala með Hjálmari og gerist hirðmaður Inga.
Allt er með friði og spekt þar í tíu ár.
20) Oddur og Hjálmar fara á sumrin saman í víking.
21) Ástir takast í leynum með Hjálmari og Ingibjörgu.
22) Arngrímssynir koma til Uppsala og síðan er framhaldið með
svipuðu sniði og í Örvar-Odds sögu.
Hlutur Ingibjargar er rýr í rímunum eins og hjá fyrri karlskáldum
en „banagælurnar“, sem Hjálmar í andarslitrunum biður Odd að
flytja Ingibjörgu, eru mun lengri og tilfinningaþrungnari en í fyrri
rímum. Endalok Ingibjargar eru þau að hún fellur örend í blóðuga
arma Hjálmars og þau ná saman í dauðanum.
Margt í rímunum er í anda riddarasagna, til dæmis þegar sagt er
frá athæfi Hjálmars í Uppsölum. Þar unir hann við yrkingar, söng,
hörpuslátt, tafl og vín.
Mansöngvar rímnanna eru sérstaklega athyglisverðir því að þeir
eru eins konar spegilmynd af hræringunum í samfélaginu á sjötta
áratug 19. aldar. Þeir eru allir nokkuð langir og þar birtast ýmis hugð-