Són - 01.01.2009, Page 108

Són - 01.01.2009, Page 108
BRAGI HALLDÓRSSON108 Hjálmar hugumstóri í fjörbrotunum eftir Tómas Guðmundsson víðförla Um Tómas víðförla (1829?–1895) er fátt vitað með vissu. Hann er tal- inn upprunninn og ættaður úr Geiradal og oft kenndur við Gróustaði þar í sveit. Ekki er þó kunnugt um að hann hafi verið skyldur Guðrúnu Þórðardóttur. Líklegt má telja að hann hafi þekkt rímu hennar þó að ekki gæti áhrifa frá henni í verki hans. Eftir því sem best verður vitað var hann mikið á eirðarlitlu flakki um sveitir vestanlands og Húna- vatnssýslu en mest þó um Vestfjarðakjálkann. Tómas fannst örendur milli bæja á Ströndum á jólaföstu árið 1895. Töluvert er til af skáldskap eftir hann sem varðveittur er í handritum annarra manna. Ein vísa og barnakvæði eftir hann hafa birst á prenti en auk þess skráði hann sög- una af Þórði sakamanni í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (IV:404–406).47 Óvíst er hvenær ríman var ort. Hún er 101 erindi og hefur ekki verið prentuð. Auk hennar er til brot sem nefnist Síðustu stef hetjunnar en af því eru aðeins tvö heil erindi varðveitt. Ríman er án mansöngs. Hún hefst formálalaust þegar Örvar- Oddur leitar Hjálmars eftir bardagann í Sámsey og ávarpar hann hel- særðan (1–5). Hjálmar hefur þá upp raust og flytur dánaróð sinn (6–62). Þennan óð túlkar Tómas á mjög sjálfstæðan hátt og bætir inn ýmsum minnum úr öðrum sögum. Til dæmis lætur hann Hjálmar rifja upp þegar hann þreytti eitt sinn sér til skemmtunar sund og kaf- færingar líkt og Kjartan Ólafsson í Laxdælu: 47 Sjá nánar um Tómas: Jóhann Hjaltason. „Tvær gamlar vísur“, bls. 94–99 og Ingvar Agnarsson. „Barnakvæði Tómasar víðförla“, bls. 69–62. Einar: 21 Ástarhita heiðgeisla Hjálmar þeirri senda náði. Ey sæljóma ágæta aftur honum sama tjáði. 105 Ástarhita heiðgeislar hrífa munu okkur bæði ef að lítumst aftur þar. Unum svo í besta næði! 44 Foldar und þar flaut um grund farveg bundin sínum, þreytti’ eg sund að létta lund laufa Þundum mínum. 45 Vatnið blátt þar brúsar hátt brims við drátt úr hafi, þegnar átta minn við mátt megnuðu smátt í kafi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.