Són - 01.01.2009, Page 109
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 109
Tómas lýsir Hjálmari sem eins konar Hróa hetti sem ekki rændi
ríka til að festa auðinn við sig heldur til að gefa fátækum:48
50
Þeygi blauður þels um stig
þegnum nauð af ýtti,
festi’ eg auðinn ei við mig,
aftur snauðum býtti.
Lýsingar Hjálmars á Ingibjörgu eru hjartnæmar og fallegar, eins og
þegar hann lýsir augnaráði hennar sem varð til þess að hann tók ekki
vinafundum annarra meyja:
48 Líkingin er mín. Þess er tæpast að vænta að Tómas hafi þekkt söguna um Hróa
hött því að þýðing Jóns Ólafssonar á henni kom út árið 1900 en þá hafði Tómas
legið í gröf sinni í fjögur ár.
21
Blómstraði hár um herðar þá
hreint sem báru logi,
iðaði kláru auga frá
ástartára bogi.
54
Vildu sprundin við oss mörg
vinafundum sæta,
ein þó mundi Ingibjörg
óra lundu kæta.
Huggun hans í „heljar dimmu“ er að geisli frá Glitni skín í gegnum
helstríðið (28) og senn komi hann til æðri heima. Þá muni Baldur
hinn góði gifta hann sinni heittelskuðu (58) og hann muni „upphefð
ná / í Hliðskjálfar sölum“ (60).
Næst kemur til kasta Örvar-Odds sem er ekki árennilegur eftir fall
félaga síns:
64
Benjar gnýja blárauðar,
bliki týnir vigur,
og nú sýnum Oddur var
ekki frýniligur.
65
Hugraun stranga hetja svinn
hlaut, því angur bítur,
brýrnar hanga hreint á kinn,
hagl um vanga þýtur.
Oddur efnir sín heit, heygir hina föllnu, flytur lík Hjálmars til Sví-
þjóðar, leggur fyrir fætur Ingibjargar og les henni banakvæðið (66–
84). Hún flytur þá sinn óð (87–91) og minnist þess að Hjálmar hafi
metið meira meyjar ástir en lífið sjálft (88). Nú er komið að henni að
efna sín tryggðamál (91–92):