Són - 01.01.2009, Side 117
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 117
Ríman Angantýr og Hjálmar var ort á Eyri við Skutilsfjörð að beiðni
Áslaugar Gísladóttur sem var í vinfengi við skáldið. Ríman er 221
erindi og var prentuð á Ísafirði árið 1908 í prentsmiðju Þjóðviljans sem
Skúli Thoroddsen rak en skáldið sjálft kostaði útgáfuna.
Ríman hefst á mansöng (1–14). Í upphafi nefnir Magnús að
ríman sé ort að beiðni konu sem hann að lokum nafngreinir í 215.
vísu. Í 2.–13. vísu nefnir hann mörg fyrri skáld sem ort höfðu um
efnið, Bólu-Hjálmar, Hallgrím lækni, Gísla Konráðsson, Hans
Natansson, Guðrúnu Þórðardóttur, Sigurð Bjarnason, sem hann
metur umfram önnur skáld, Símon Dalaskáld, Tómas víðförla,
Brynjólf Oddsson og fornvin sinn og skáldbróður, Þórð Þórðarson
Grunnvíking. Um allar þessar rímur hefur þegar verið fjallað hér að
framan nema rímur Þórðar og Símonar sem nú eru að öllum líkind-
um glataðar, að minnsta kosti hefur ekki tekist að hafa uppi á þeim
í handritasöfnum. Af þessum tíu rímum gat Magnús hafa lesið fjórar
í prentuðum útgáfum en hinar sex hefur hann áreiðanlega aðeins
þekkt í handritum.
Í upphafi rímu hefur skáldið ættarsögu Arngrímssona og hvernig
sverðið Tyrfingur komst að lokum í hendur Angantýs, eins og Hall-
grími læknir gerir. Stafar miklum ljóma af helstu hetjum ættarinnar
allt þar til Angantýr biður sér til handa Ingibjargar í Uppsölum.
Þannig skerpir Magnús á ástarþríhyrningnum með því að láta hann
(en ekki Hjörvarð eða Hervarð eins og sum skáld gera) og Hjálmar
keppa um ástir konungsdótturinnar (15–69). Angantýr gerir hosur
sínar grænar með því að telja upp afrek sín (70–72) en Hjálmar lætur
ekki á sér standa og biður einnig um hönd snótarinnar (75–77).
Vandamálinu er skotið til Ingibjargar og í svörum hennar fer mesti
ljóminn af Angantý sem fram til þessa hefur verið lýst lofsamlega:
80
Happakunnum hirði stáls
helga sver ég eiða,
síst eg unni ástamáls
örgum runni Forna báls.
81
Mesti klunni mín sem bað
má því héðan fara,
jafnan kunnur illu að,
Yggs þó sunnu rjóði blað.
Angantýr hrósar tryggð hennar við Hjálmar (85) en kveðst ekki
vilja fleira við hana tala en hann eigi aftur á móti eitt og annað van-
talað við Hjálmar og býður honum til einvígis í Sámsey (86). Inn í
þennan kafla rímunnar skýtur Magnús hugleiðingum um kosti og
galla kvenna. Þar glittir ef til vill í heimilisböl hans sjálfs en hann bjó