Són - 01.01.2009, Page 119
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 119
Þessu næst tekur við myndræn lýsing á sjóferðinni til Sámseyjar
(123–127) en þar taka Arngrímssynir til óspilltra málanna, leggja að
skipum Hjálmars og gjöreyða liði hans. Þá þykir þeim bræðrum lítið
koma til orðsporsins, sem fer af þeim Hjálmari og Oddi, án þess þó
að þeir hafi orð á því að þeir vilji helst drepa „skítkarlinn“ föður sinn
fyrir að hafa logið að þeim um frægð þeirra félaga eins og segir í
Örvar-Odds sögu (128–144). Hjálmar og Oddur sjá hvað gerst hefur og
búa sig til bardaga og ræða að venju um hvor þeirra skuli fást við
Angantý (145–157). Þá hefjast vopnaskipti og sjónum er ýmist beint
að framgöngu Odds eða Hjálmars og ekkert dregið úr í bardaga-
lýsingunum þar til Oddur ávarpar Hjálmar helsærðan og litfölvan
(158–190). Hjálmar flytur þá „banaljóð“ sín með kveðju til Ingi-
bjargar og lætur verða sín síðustu orð að sál hans fljúgi glöð á fund
Óðins (191–199). Oddur tekur lík Hjálmars á herðar sér og ber á skip
en vanrækir að heygja Arngrímssyni, eins og hann gerir í sögunum
tveimur og flestum fyrri rímum, heldur lætur nægja að hrinda líkum
þeirra „í svalan sjó“ (204). Andlátskvæði Hjálmars flytur hann síðan
fyrir Ingibjörgu (208) og hún hnígur látin ofan á lík ástvinar síns
(209) en Oddur heygir þau saman með svipuðum orðum og sjást í
rímu Guðrúnar Þórðardóttur:
Guðrún:
33
Engin hræða ama ský,
önduðum fæðist gaman,
blíðheim gæfa búnum í,
best með næði saman.
Magnús:
212
Engin kæla ama ský
ykkar fundi lengur,
Gimlis sælu sölum í
sálir dælar unnist því.
Lokavísurnar eru ávarp til Áslaugar Gísladóttur. Magnús nefnir
stað og stund þegar ríman var ort á Eyri við Skutilsfjörð árið 1906 og
segir til nafns.
Ríman er ort undir þríhendu stikluviki, og hefur Magnús gott vald
á bragarhættinum ásamt skáldamálinu sem er einfalt og skýrt.