Són - 01.01.2009, Page 123
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 123
Bardagi tekst óðar en þeir hafa stigið á land (31–44) og að lokum
kveður Hjálmar stuttan Dánaróð sinn (45–48). Þá kemur til kasta
Örvar-Odds að vanda og hefur hann hraðar hendur við að heygja
berserkina og bera lík Hjálmars á skipsfjöl. Og aftur kemur myndræn
sjóferðarlýsing:
26
„Leggja héðan hlýt af stað,“
hetjan réði spjalla,
„sanna gleði segi það
sigra eða falla.
27
Hjör þó lýi hrausta mund,
hlífar knýi vigur,
aftur sný eg á þinn fund
eftir nýjan sigur.“
Hann kveður síðan Ingibjörgu með kossi en hún gengur sorgbitin til
hallar. Þeir félagar láta síðan í haf og sjóferðinni er lýst:
29
Byrinn þeginn blés á voð,
bárur sveigja falda,
samt ódeigir seggir gnoð
Sáms til eyjar halda.
30
Kyljan heið var göngu greið
glyggs á meiði breiðum,
aldan freyðir, öslar skeið
á hvalreyðar leiðum.
53
Byr aðstoða sterkur má,
strekkir voðar falda,
brjóstum gnoðar gjálpar á
geisla roðin alda
54
Laut við gnoð, en leiðið þá
lék í voðum prúðum,
springa boðar byrðing á,
bullar froða á súðum.
55
Sjórinn þvoði siglu stoð,
sauð brimfroðu mjöllin,
þöndust voðir, geistist gnoð
gegnum boðaföllin
Oddur ber lík Hjálmars frá borði og leggur hjá Ingibjörgu, hún deyr
og þau eru heygð saman: