Són - 01.01.2009, Page 124
BRAGI HALLDÓRSSON124
Guðmundur lýkur rímunni með því að dást að snilli sögunnar sem
vert er að muna í lausu máli og bundnu (63), segir til nafns í síðustu
vísunni og kallar sjálfan sig „ljóðs dverg“, væntanlega af tillitssemi við
langafa sinn Bólu-Hjálmar.
Ríman er ort undir hringhendu mestan part en nokkrar vísur eru
auk þess oddhendar. Guðmundur fer vel með bragarhættina og
skáldamál hans er einfalt og auðskilið.
Sáravísur um Hjálmar hugumstóra
úr handriti Kára S. Sólmundarsonar
Kári (1877–1960) ólst upp í Jörva í Haukadal í Dölum og bjó um hríð
í Miðhúsum í Innri-Akraneshreppi. Hann fluttist til Reykjavíkur um
1930. Kári var mikill áhugamaður um hagyrðinga og rímnaskáld og
safnaði ógrynni af vísum eftir aðra en var að auki síyrkjandi sjálfur.
Til þess varði hann nánast öllum sínum tómstundum á efri árum og
samdi þá drög að rímnaskrá sem hann seldi Landsbókasafninu en
ánafnaði safninu kvæðasafn sitt eftir sinn dag.57
Í safni hans má sjá hvernig söguefnið hefur endanlega skroppið
saman í það eitt að Hjálmar telji upp sár sín og til þess láta skáldin
hann beita ýmsum kostulegum talnakúnstum svo að þau verði á
endanum sextán. Andlátsvísur Hjálmars eftir ýmsa höfunda sýna enn
og sanna hversu útbreidd og vinsæl hetjusögnin hefur verið fram á
miðja 20. öld. Þær kallast þannig líka á við frægar andlátsvísur forn-
57 Sjá nánar um Kára: Finnur Sigmundsson. Rímnatal II:100.
58
Reis frá borði blíðu rík,
bölið þorði líða,
bleik var orðin lík sem lík
lauka skorðin fríða.
59
Sorgin þjáir, bliknar brá,
blíðu þráin krafði,
auðar Gnáin ástrík þá
örmum náinn vafði.
60
Sundin varma blekkir brár
bundin hvarmi og hjarta,
stundi af harmi en hnigu tár
hrundin armabjarta.
61
Laut deyjandi að líksins hlið,
líf fann stranda máttinn,
Hrundin banda hneig þar við
hinsta andardráttinn.