Són - 01.01.2009, Blaðsíða 125
ÁSTIR HJÁLMARS HUGUMSTÓRA OG INGIBJARGAR 125
skálda eins og Þormóðar Kolbrúnarskálds, Jökuls Bárðarsonar og
Þóris jökuls Steinfinnssonar.
Í Nýjum kvöldvökum árið 1926 eru til dæmis prentaðar vísur eftir þrjá
höfunda. Þar fylgir þeim eftirfarandi inngangur: „Það var fyrrum
dægradvöl margra alþýðu hagyrðinga, að kveða sáravísur fyrir munn
Hjálmars hugumstóra og mun víða vera safn þeirra í sveitum, hjer
birtist aðeins lítið sýnishorn“ (bls. 198).
Kári skráir stundum nákvæmlega stað og stund þegar nokkrir
valinkunnir kvæðamenn hittust til að ræða áhugamál sín og yrkja
nýjar sáravísur. Ófáar verða til í desember árið 1932 og í janúar árið
eftir og fundarstaðir eru til dæmis Njálsgata 14 (heimili Kára), Berg-
þórugata 23, Laugavegur 32B, Njarðargata 7 og heimili Guðmundar
Ingibergs í Kleppsholtinu. Þannig höfum við nánast skjalfest upp á
dag hvernig, hvar og hvenær þessi gamla hetjusaga fjaraði að lokum
út.
Glataðar rímur
Eins og áður var getið telur Magnús Hj. Magnússon Þórð Þórðarson
Grunnvíking skáldbróður sinn og fornvin meðal skálda sem ortu um
efnið. Í handritum Þórðar, sem bárust Handritadeild Landsbókasafns
1998, finnst þessi ríma hins vegar ekki og hún er heldur ekki í
kvæðabók hans, Carmínu, sem kom út 1913.58 Jafnframt segir Magnús
í rímu sinni að Símon Dalaskáld Bjarnarson hafi ort um hetjusöguna
en nú finnst hvorki tangur né tetur af rímu Símonar.
Kári S. Sólmundarson tínir einnig til sáravísur upp úr rímum eftir
ýmsa aðra höfunda sem ortu um efnið. Því má fullyrða að ekki séu
enn öll kurl komin til grafar og einhverjar rímur hljóti enn að leynast
í handritasöfnum sem mér hefur ekki tekist að hafa upp á.
Að lokum má þess geta að um 1950 nægði ennþá í bókmennta-
verki að vísa til Hjálmars hugumstóra inni í rómantískri sveitasögu
eftir Kristínu Sigfúsdóttur um ást í meinum þar sem elskendum er
stíað sundur vegna stéttamunar. Smásagan nefnist Æskudraumur og
birtist fyrst í ritsafni Kristínar á árunum 1949–1951. Hjálmar, bróður-
sonur prestskonunnar í sögunni, segir við fátæku og draumlyndu
stúlkuna Álfdísi sem ekki hefur enn kynnst vonbrigðum ástarinnar en
á eftir að brenna sig illilega: „Ég heiti Hjálmar, en það á nú ekki sem
58 Sbr. Þórður Þórðarson Grunnvíkingur. Aðfangaskrá Lbs. 15. okt. 1998.