Són - 01.01.2009, Page 134
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR134
3 Þannig ræddi bauga brú
blíðu máls af tali:
„Heiðri gæddur heldur þú
heim í konungs sali.
bauga (hringa) brú: kona.
4 Best mun skýra frægðum frá
fremdar hýsir branda,
gyllta svíra glóir á
gota hnísu landa.
hýsir branda (sverða): hermaður.
svíri: háls, (hér) höfuð, stefni, trjóna.
goti (hestur) hnísu landa (sjávar): skip.
5 Vænstan held eg vininn nú
vera bráðum kominn,
hefur fellda þrjóta þú
þann og skæða vominn.
vomur: raumur, ógeðfelld persóna.
6 Hefur skorið brynjur bert
blóði drifin höndin,
konungborinn kjörinn ert
konungs yfir löndin.
7 Hetjan snjalla heiður ber,
hatar hnjóð og styggðir
svo að allir unna þér
um Svíþjóðar byggðir.
hnjóð: álas, ámæli.
8 Það skal hvetja þanka bert
þér til snjallra dáða
því þú hetja æðsta ert
allra norðurláða.
norðurláð: Norðurlönd.
9 Meinin sóast mótlætis
meður blóma dáðum
þegar eygló indælis
okkur ljómar báðum.“
eygló: sól.
indæli: unaður, yndi.
10 Heiðurs klára hadda Gná
hröð að eftirlitum,
sorgar bára svört og há
svam að brúðar vitum.
hadda (hára) Gná (sendimær
Friggjar): kona.
svam (þt. af svimma): synti.
11 Heljar broddur bana sár
brjóstið skar og iður,
lagði Oddur krafta knár
kappann snara niður.
12 Döglings hýra dóttir sér
– dróst að meiri voðinn –
liðinn víra álfur er
allur blóði roðinn.
döglingur: konungur.
víra (vopna) álfur: hermaður.
13 Angurs fálmar eitruð skálm
inn í hjartað bera
þegar Hjálmars hún sá hjálm
höggvinn bjartan vera.
skálm: sverð.
14 Fyrst eldinga girtur glóð
grérinn fangar trega,
brynju, hringinn, banaljóð
bar fram sköruglega.
glóð eldinga: sverð.
grér(i): maður.