Són - 01.01.2009, Side 135
EFRITMÆLI UM HJÁLMAR HUGUMSTÓRA 135
15 Frá berserkjum felldur þar,
flóðs og dreyra valinn,
hreystiverkin hetjunnar
he[y]rði hún öll upp talin.
dreyri: blóð.
valur: hinir föllnu á vígvelli.
16 Ástin megna í brjósti brann,
brúðar titrar öndin,
sinna vegna hefði hann
heljar bitru gröndin.
megn: mikill.
grand: tjón.
17 Hóf að tala hilmirs jóð,
hjartað berst og stynur:
„Eg vil gala erfiljóð
um þig, besti vinur.
hilmi(r)s (konungs) jóð (barn):
konungsbarn.
gala: kveða.
18 Undrum gegnir ef að nú
er mitt hjarta sofið.
Minna vegna hefur þú
hjálma og brynjur klofið.
19 Fleins í regni fjörug hönd
fögrum beitti skjóma.
Minna vegna léstu lönd
liggja í friðar blóma.
fleins (odds) regn: orusta.
skjómi: sverð.
20 Hjörs við megna hretviðrið
hetjum byltir snjöllum.
Minna vegna gafstu grið,
grundum sörva öllum.
hjörs (sverðs) hretviðri: orusta.
megn: mikill.
grund (jörð) sörva ((perlu)festa):
kona.
21 Gladdi þegn og fögur fljóð
frægðar hetjan rara.
Minna vegna léstu ljóð
ljúft af vörum fara.
fljóð: kona.
rar: sjaldgæfur, undarlegur,
góður. Tökuorð úr dönsku
rar svipaðrar merkingar.
22 Æ var kærust unan mín
æsku þægra daga
þá hljóðskæra harpan þín
háttum skipti braga.
þægur: geðþekkur.
harpa: (hér) tákn skáldskapar.
23 Það skal fregna fylkir skír
fljóð er hrjáð og kvalið.
Minna vegna hefur hýr
hér á láði dvalið.2
fylkir: konungur.
skír: hreinn, bjartur.
24 Þó þú, Hjálmar, særður sért
sextán eiturskeinum
heyri álma Yggjar bert:
Ann eg kappa hreinum.
Yggjar (ft. af Yggur: Óðinn) álma
(boga): menn.
2 Næstu vísur, 24–30, eru ekki í Lbs. 2402, 8vo. Hér er því fylgt Lbs. 2129, 4to sem
aðaltexta með stuðningi úr Lbs. 1881, 8vo og Lbs. 3472, 8vo.