Són - 01.01.2009, Page 136
GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR136
25 Álfinn skjalda einn eg kýs,
yndis þræði vega
þó að baldin banadís
breytti hræðilega.
álfur skjalda: hermaður.
banadís: valkyrja.
26 Allt til friðar eflist mér
– að þeim miðar dómi –
þó að liðinn liggi hér
laufa viður frómi.
laufa (sverða) viður: hermaður.
frómur: ágætur, réttlátur.
27 Eitrað bandið bana vírs
brjósti þrengir mínu
eins og brandur Angatýrs
aftraði lífi þínu.
bana vír (vopn): sverð.
brandur: sverð.
28 Ást og trú mér gæfan gaf
geðs um fróma vega,
hjá þér búa héðan af,
hetjan blómalega.
29 Svo var brandur bitri þinn
borinn sterkri mundu,
við skiljandi vininn minn
verð eg enga stundu.
mund: hönd.
30 Heyri gotna sveit um sinn,
svipt er hryggð úr geði,
blóði flotna faðminn þinn
fell eg í með gleði.
gotna (manna) sveit: menn.
31 Er það kærust unan mín3
– andar kvöl má svía –
þar hljóðskæra harpan þín
hætti kveður nýja.
svía: minnka, draga úr.
32 Veit eg lifir þægur þar
þó ei beitir skjóma
sem að himins heiðgeislar
helgan veita blóma.
skjómi: sverð.
33 Engin hræða ama ský,
önduðum fæðist gaman,
blíðheim gæfa búnum í,
best með næði saman.
blíðheim … búnum: Merking er
óljós – Hér hafa leshættir úr
öðrum handritum skýrari
merkingu.
34 Hinsta stundin lífsins lér
lof um þig að vanda,
allar syngi meður mér
meyjar Norðurlanda.“
35 Harmi sprungin hnígur mey
hels að ljótu gini,
látin, þrungin auðar ey
arms að spjóta hlyni.
auðar ey: kona.
spjóta hlynur (viður): hermaður.
36 Angurs þrætur allar sló
íta knáa og lina.
3 Frá og með þessari vísu tekur Lbs. 2402, 8vo við aftur sem aðaltexti. Í því handriti
er hún númer 24 og röð vísna talin frá þeirri tölu.