Són - 01.01.2009, Page 137
EFRITMÆLI UM HJÁLMAR HUGUMSTÓRA 137
Öðling grætur, Oddur hló
yfir náum vinar.
ítar: menn.
öðling (nf.): öðlingur, konungur
37 Brjótur kylfa svo við segg
svar nam brýna ódeiga:
„Þú mátt, gylfi grár á skegg,
gremju þína eiga.
brjótur kylfa: hermaður.
nam (hjálparsögn) brýna: brýndi.
gylfi: konungur.
38 Hýrust frúin hnigin er
hels að opnu setri.
Sjáðu nú að ástin er
eiturvopni betri.
39 Lífs í blóma lifandi
lifðu á beðju Grana
ef ægis ljóma apaldri
áður gæfir hana.
beðja (rekkja) Grana (hests Sigurðar
Fáfnisbana): jörð.
ægis (hafs) apaldur (stórt tré): skip;
ljómi skips: víkingur, sæfari.
40 Harmur nakinn hjartað sker
hryggðar fjötrar vaður.
Vel er maklegt þetta þér,
þengill fjörgamlaður.“
vaður: band, kaðall.
þengill: konungur
41 Á burt reiður Oddur gekk,
ei var spaug að sjá hann,
höggvers meiða marga fékk,
myndaði haug ósmáan.
höggver: ormsheiti, alg. í rímna-
kenningum. Orðið er e.t.v.
afbökun úr haugvarður, eiginlega
,sá sem ver eða verndar hauga‘
og virðist merking orðsins hér
helst sú; meiður (tré) þess
sem ver haug: hermaður.
42 Bjuggu sveittir býli nás
bestu sölum fegra,
ei var neitt á úlfa bás
annað heiðurlegra.
býli nás (líks): haugur.
úlfa bás: jörð.
43 Bar í fjörgur baug og fé
burða knáa hetja,
Ingibjörgu í kappans kné
kátur náir setja.
fjörgur: fjörugur, glaður.
burða knár: sterkur.
náir: nær.
44 Drengur byrgir dáins rann
dyggur liðs með skörum,
lengur syrgir hún ei hann
hauðurs undir spjörum.
dáins rannur (hús): haugur.
hauðurs (lands) spjarir (föt):
grassvörður.