Són - 01.01.2009, Page 150

Són - 01.01.2009, Page 150
KRISTJÁN ÁRNASON150 risa og „vindandinnar fornu“ (sem Ólafur Hvítaskáld nefnir svo, þ.e. þegar stuðlað er við v sem síðar hvarf úr orðum eins og vreiðr). Bjarki M. Karlsson þróaði þetta viðmót og er afar fljótlegt að skrá upplýs- ingar í gagnagrunninn; sumt er algerlega vélrænt, svo sem atkvæða- greining, þar sem atkvæði eru flokkuð sem létt eða þung samkvæmt gamalli hljóðdvöl, en annað er unnið af sérfróðum starfsmönnum með aðstoð tölvu. Hrynjandi eddukvæðanna er greind þannig að sérfróður starfs- maður fer yfir texta hvers kvæðis og merkir við þá staði þar sem gera má ráð fyrir að ris standi. Þannig er langlína eins og |Þrymr sat á |haugi |þursa |dróttinn mörkuð svo að ris eru talin vera á orðunum Þrymr, haugi, þursa og dróttinn. Með hliðstæðum hætti eru stuðlar markaðir á orðunum Þrymr og þursa. (Gert er ráð fyrir því að í einstökum, jafn- vel mörgum, tilvikum geti verið vafamál hvernig skilja beri hrynj- andina og hvort telja eigi að orð beri hljóðstaf, og er þá hægt að ein- kenna einstök atkvæði sem „vafaatkvæði“, með tilliti til styrks eða stuðlunar, ellegar heilar línur sem vafalínur.) Atkvæðaþungi samkvæmt fornum hljóðdvalarlögmálum, þ.e. grein- armunur milli léttra áhersluatkvæða eins og í tala og vana og þungra eins og í tála og vanda, skipti máli í bragnum. Þar sem þetta einkenni fylgir tilteknum vel skilgreindum reglum er hægt að greina það vélrænt á grundvelli texta sem ritaður er með samræmdri stafsetningu. Þar hefur Bjarki hannað algóritma sem greinir vélrænt, en sérfræðingur fer síðan yfir alla vélrænu greininguna og lagfærir það sem rangt er greint, sem raunar er mjög sjaldgæft. Þessar upplýsingar um braglega og hljóðkerfislega þætti, þ.e. stuðla- setningu, ris og atkvæðaþunga, verða síðan tengdar öðrum málfræði- legum upplýsingum með XML-kóðum, bæði þeim sem fyrir eru í Konungsbókargrunninum frá Árnastofnun og þeim sem bætt er við með setningafræðigreiningunni. Með því móti fást t.d. upplýsingar um hvaða orð og setningarhlutar standa í risi, hvaða orð taka þátt í stuðla- setningu og hvort þau hafa þung eða létt atkvæði. Á grundvelli þessa verður síðan hægt að taka saman tölfræðilegar upplýsingar um allt safnið og einstök kvæði eða kvæðaflokka. Einnig er hægt að tengja upplýsingar um setningagerð við þá orðhlutamörkun sem fyrir er í XML-kerfinu sem fékkst með Konungsbókartextanum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.