Són - 01.01.2009, Page 151
SAMSPIL MÁLS OG BRAGS Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 151
Dróttkvæða- og rímnatextar
Næstu skref í uppbyggingu gagnagrunnsins eru að taka inn texta
dróttkvæða og rímna. Sumarið 2009 unnu Eiríkur Kristjánsson og
Inga Rósa Ragnarsdóttir að því að búa valda dróttkvæðatexta undir
færslu inn í gagnagrunninn. Annars vegar var hugað að vali á text-
um og hins vegar gerð tilraun með að greina einstaka texta brag-
fræðilega.
Vitað er að textafræðileg vandamál varðandi dróttkvæðin geta
verið býsna snúin, þar sem fjölmargt í þeim kveðskap hefur trúlega
brenglast frá því það var ort og þar til það komst á bókfell. Hér er því
mikil vinna fyrir höndum, og ekki fulljóst hversu miklu efni verður á
endanum komið fyrir í grunninum. Borið var niður á þremur stöðum
í fyrstu atrennu. Tekið var fyrir trúarkvæðið Geisli eftir Einar Skúla-
son frá 12. öld og greint bragfræðilega. Meðal annars var höfð hlið-
sjón af því að kvæðið hefur nýlega verið gefið út í 7. bindi ritraðar-
innar Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, Poetry on Christian
Subjects.5 Í sama bindi er Lilja, sem einnig hefur verið frumgreind,
en hún er sem kunnugt er ort undir hrynhendum hætti. Þar sem
Einar Skúlason hefur verið talinn með áhrifameiri skáldum á 12. öld
lá beint við að huga að kveðskap hans, og þar sem Lilja er eitt af
mestu verkum sem fylgja hrynhendum hætti og fyrir lá nýleg útgáfa
á henni var talið fýsilegt að huga að hugsanlegum vandamálum sem
upp kynnu að koma varðandi greiningu háttarins. Í þriðja lagi var
ákveðið að skoða kveðskap Sighvats Þórðarsonar frá 11. öld og er nú
búið að frumgreina allan kveðskap hans fyrir utan lausavísur. Text-
arnir voru valdir og undirbúnir í samráði við Kjartan Ottosson, pró-
fessor í Ósló, sem er vel kunnugur eldri kveðskap og textafræðilegum
álitamálum sem honum fylgja.
Vonir hafa verið bundnar við að hafa megi mikið gagn af þeirri
nýju heildarútgáfu dróttkvæða sem minnst var á og hefur hún m.a.
komið að notum við skoðun á trúarkveðskapnum. En niðurstaðan er
þó sú, að í fyrstu atrennu sé handhægast að styðjast við útgáfu Finns
Jónssonar í Skjaldedigtningen. Þótt útgáfa Finns sé barn síns tíma virð-
ist hún enn sem komið er langbesta heimildin um texta flestra drótt-
kvæða. Vinnureglan verður því sú að byggja á textum Finns, en leita
5 Clunies-Ross (2008).