Són - 01.01.2009, Side 152
KRISTJÁN ÁRNASON152
að öðrum sjónarmiðum og túlkunum í yngri verkum, svo sem út-
gáfum Fornritafélagsins og auðvitað þeim textum sem síðar koma í
heildarútgáfunni sem fyrr var vísað til.
Einnig verða rímnatextar færðir inn í Greini, og mun Haukur Þor-
geirsson, sem vinnur að doktorsverkefni um rímur, leggja þar til efni.
Þegar hafa verið lagðir til textar úr tveimur gömlum rímnaflokkum,
Ormars rímum og Þrændlum.
Við greiningu á hljóðkerfislegum og bragfræðilegum einkennum
dróttkvæða og rímna verður beitt svipuðum aðferðum og við grein-
ingu eddukvæða. Þótt um sé að ræða ólíka bragarhætti eru vissir þætt-
ir sameiginlegir, t.d. fylgir stuðlasetning hliðstæðum reglum, og margt
er líkt í notkun ríms og hrynjandi.
Greining dróttkvæða
Svo sem kunnugt er eru ýmis álitamál uppi um eðli og greiningu
dróttkvæðaformsins. Um langa hríð hafa menn stuðst við flokkun
hryngerða eftir kerfi sem Eduard Sievers setti fram á 19. öld, en hefur
verið útfært af öðrum fræðimönnum svo sem Hans Kuhn og Kari
Ellen Gade.6 Samkvæmt því er gert ráð fyrir að dróttkvæðar línur séu
eins konar lengdar eddukvæðalínur og sé því hægt að greina þær með
hliðstæðum aðferðum. Þar eru hins vegar ýmis álitamál, og tilhneig-
ingin í þessari rannsóknarhefð hefur verið að fjölga hryngerðunum,
sem áttu að vera fimm grunngerðir með takmörkuðum fjölda undir-
gerða, þannig að yfirsýn verður erfiðari. Hugmynd að einfaldara
kerfi, sem byggði að hluta til á hugmyndum Williams Craigies, hefur
verið sett fram af Kristjáni Árnasyni og er þeirri aðferð beitt í vinn-
unni sem hér segir frá.7 Meginhugmynd þessarar greiningar er að
þrjú ris séu í hverri línu og að grundvallarhrynjandin sé trókísk, þ.e.
með réttum tvíliðum, en að skipulegar undantekningar leyfist, t.d.
þannig að braglína geti hafist á tveimur risum hlið við hlið. Sá grund-
vallarmunur er talinn vera á hrynjandi eddukvæða og dróttkvæða, að
hrynjandi eddukvæðanna ræðst af talningu orðáherslna, sem miðast
við styrk út frá setningahrynjandi, en að hrynjandi dróttkvæðanna
miðist við talningu missterkra atkvæða innan orða8.
Til að veita innsýn í aðferðina við greiningu á hrynjandi drótt-
6 Sievers (1893), Kuhn (1983), Gade (1995).
7 Craigie (1900), Kristján Árnason (1991/2000).
8 Sbr. Kristján Árnason (2002a).