Són - 01.01.2009, Síða 153
SAMSPIL MÁLS OG BRAGS Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 153
kvæðanna má taka dæmi af tveimur fyrstu Víkingarvísum Sighvats
Þórðarsonar.
1 |Langr bar |út enn |unga
| jÄfra |kund at | sundi
| (þjóð |uggði sér | síðan)
|sæ|meiðr (konungs |reiði);
|kan$k til |margs, en, |manna
|minni, | fyrsta | sinni
|hann rauð |œstr fyr |austan
|ulfs | fót við sker |Sóta.
2 |Þar vas |enn, es |Ännur
|Á|%leifr (né svik | fÓlusk)
|odda |þing í |eyddri
|Ey|%sýslu gekk |heyja;
| sitt |Ättu fjÄr | fótum
(| fár |beið ór stað |sára)
|enn, þeirs |undan |runnu,
|all|valdr, búendr |gjalda.
Hér er hrynjandi vísnanna greind með einföldum hætti, þannig að
tákninu < | > er skotið inn þar sem gera má ráð fyrir risi, en einnig
eru sett inn sérstök merki sem tákna orðhlutaleg vensl; annars vegar
er táknið < $ > sett inn í 5. línu fyrri vísunnar til að tákna að þar
myndi veikluð mynd fornafnsins ek viðhengi eða hengil, sem hengdur
er á sagnmyndina, og hins vegar er táknið < % > sett inn í samsettu
orðin Áleifi og Eysýslu. Þetta er gert vegna þess að slík atriði geta skipt
máli bragfræðilega og einnig þegar kemur að setningagreiningu text-
ans.
Þrátt fyrir ýmiss konar ágreining virðast flestir fræðimenn á því að
meginreglan sé sú að hver lína í dróttkvæðum hætti hafi þrjú ris, en
breytilegt sé hvar þessi ris koma. Eitt af því sem talið er hamla því
hvar ris koma er atkvæðaþungi, en grundvallarreglan er sú í eldri
kveðskap að einungis þung atkvæði geta borið ris, þótt einnig sé leyft
að risið sé klofið, sem kallað er. Eins og sjá má er reglulegt að ris séu
á fyrsta og næstsíðasta atkvæði í línu, en breytilegt er hvar miðrisið
kemur. Algengast er að það sé í þriðju stöðu, eins og í |Langr bar |út
enn |unga og | jÄfra |kund at | sundi. En einnig er algengt að greint sé ris
í annarri stöðu, eins og í | sæ|meiðr konungs | reiði ) og |all |valdr, búendr