Són - 01.01.2009, Page 154
KRISTJÁN ÁRNASON154
|gjalda. Meðal þeirra álitamála sem sérstaklega verður hugað að í
þessu verkefni er hvort og hversu oft sé ástæða til að gera ráð fyrir risi
í fjórðu stöðu í dróttkvæðri línu. Dæmi um línur þar sem slíkt kæmi
til álita er fyrsta línan í fjórðu Víkingarvísu Sighvats Þórðarsonar, sem
hér er sýnd ásamt síðlinu:
4 |Enn |kvÓðu gram |Gunnar
|galdrs |upphÄfum |valda
Hér er stuðull í fjórðu stöðu, og spurningin er hvort hér skuli gera ráð
fyrir risi eða ekki, eins og raunar er gert í þeirri greiningu sem hér er
sýnd. Spurningin er hvort óhjákvæmilegt sé að stuðlar standi í ein-
hvers konar risi, en um það hafa verið skiptar skoðanir. Línur af þess-
ari gerð verða sérstaklega skoðaðar.
Sýna má hvernig hrynhendur háttur er greindur með dæmi af
fjórða erindi Lilju:
4 |Fyrri |menn, er | fræðin |kunnu
|forn og |klók af |heiðnum |bókum
|slungin, |mjúkt af | sínum |kóngum
|sungu | lof með |danskri | tungu.
| Í |þvílíku |móður|máli
|meir | skyldumz eg en |nökkurr |þeira
|hrærðan |dikt með |ástar|orðum
|alls|valdanda |kóngi að |gjalda.
Hér eru risin táknuð með sama hætti og í dróttkvæðum og eddu-
kvæðum, og sett inn merki til upplýsingar um orðhlutagerðina þegar
þurfa þykir, t.d. í fimmtu línunni, þar sem frumhendingin í þvílíku
tengist yfir orðhlutaskil (jafnvel orðaskil). Þessi lína er greind svo sem
hún hefjist á tveimur risum líkt og við höfum séð dæmi um í drótt-
kvæðum línum. En vissulega eru mörg álitamál um hvernig greina
beri, og verður það skráð í gagnagrunninn, væntanlega með því að
merkja sérstaklega við þær línur sem vafi leikur á um. Þessu til við-
bótar verða settar inn upplýsingar um stuðla og rím hliðstætt því sem
gert er í eddukvæðunum.