Són - 01.01.2009, Side 155
SAMSPIL MÁLS OG BRAGS Í ÍSLENSKUM KVEÐSKAP 155
Greining rímnahátta
Hrynjandi rímna hefur minna verið rannsökuð en hrynjandi eddu-
kvæða og dróttkvæða, en megintilgátan, sem unnið er eftir í þessu
verkefni, er sú að hana megi greina með hliðstæðum aðferðum og
hrynjandi dróttkvæða, enda fylgi hún á margan hátt sömu reglum. Í
hvorri tveggja hrynjandinni eru talin missterk atkvæði frekar en mis-
sterk orð.
Sem dæmi um greiningu rímnatexta með hliðstæðri aðferð má taka
fyrstu vísurnar úr fyrstu rímu Ormars rímna í texta sem fenginn er
frá Hauki Þorgeirssyni, en doktorsverkefni hans snýst einmitt um
tengsl máls og bragar í rímnakveðskap:
1 |Brúðum | færi’ eg |Berlings | fley
|brátt með |nýjum |óði,
|gildan |ætla’ eg |geira |þey
að |geysa’ af |vizku |stóði.
2 |Höldar | fá þar |hirð er |kát
|harða |sorgar |hlekki,
|það eru | ferleg | firna | lát
| finnzt mér | til þeira |ekki.
Hér eru risin táknuð með < | > og til viðbótar þessum hrynrænu
upplýsingum verða svo rímnatextarnir markaðir, hvað varðar stuðla
og rím, með sömu aðferðum og aðrir textar. Þessar upplýsingar verða
færðar inn í gagnagrunninn með sömu aðferð og í eddukvæðum og
dróttkvæðum. Fróðlegt verður að bera saman formeinkenni rímna,
dróttkvæða og eddukvæða, hvað varðar hrynjandi, línu- og vísna-
lengd, og ekki síður þróun rímmynstra og stuðlareglna.
Setningafræðileg greining
Ljóst er að setningagreining kveðskaparins, ekki síst dróttkvæðanna,
er ærið viðfangsefni og er vinna við hana skammt á veg komin. Ekki
er ástæða til að ætla annað en að hægt verði að beita þar hliðstæðum
aðferðum og í greiningu eddukvæðanna, en yfirumsjón með þeim
verkþætti hefur Þórhallur Eyþórsson. Vinnan verður sama eðlis, þótt
hún geti orðið seinlegri.