Són - 01.01.2009, Page 163
Haukur Þorgeirsson
Skaldic Poetry of
the Scandinavian Middle
Ages – ritdómur
Þegar þessi grein er skrifuð eru komin út tvö bindi af hinni nýju
heildarútgáfu dróttkvæða, Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages.
Hér verður aðeins fjallað um sjöunda bindið, Poetry on Christian Subjects1,
og einkanlega seinni hluta þess en hann inniheldur kristileg kvæði frá
14. öld.
Uppbygging útgáfunnar
Alls er fyrirhugað að nýja útgáfan verði níu bindi. Fyrstu tvö bindin
eru í tveimur bókum hvort og ef þeirri aðferð verður haldið mun
safnið að endingu verða átján bækur, hver um það bil 500 blaðsíður.
Það verður því mikill munur á henni og fjögra binda heildarútgáfu
Finns Jónssonar. Munurinn á efnistökunum er enda talsverður. Út-
gáfa Finns hefur fyrir hverja vísu: a) stafréttan texta þess handrits sem
lagt er til grundvallar, b) lesbrigði sem skipta máli úr öðrum hand-
ritum, c) leiðréttan texta með samræmdri stafsetningu, d) samantekt
á vísunni ef orðaröðin er torskiljanleg og e) danska þýðingu eða
endursögn. Hin nýja útgáfa hefur: a) leiðréttan samræmdan texta, b)
lesbrigði úr handritum, c) samantekt á vísunni, d) upptalningu á þeim
stöðum í fyrri útgáfum þar sem vísan finnst, e) enska þýðingu og f)
textafræðilegar athugasemdir og bókmenntalegar skýringar. Hér hef-
ur sem sagt ýmsu verið bætt við en aðeins einu sleppt – stafréttum
texta meginhandritsins. Hann geta lesendur þó sótt í viðaukaefni út-
gáfunnar á netinu.
Það dylst engum að nýja útgáfan hefur mikið að bjóða umfram
eldri útgáfur. Til dæmis mun það eflaust nýtast erlendum fræðimönn-
um vel að enska þýðingin fer mun nær frumtextanum en hin danska
1 Clunies-Ross 2007. Hér eftir aðeins vísað til með blaðsíðutali.