Són - 01.01.2009, Page 166
HAUKUR ÞORGEIRSSON166
samantekt og í annarri (91) stendur lit í vísu en lyt í samantekt. Hvort
tveggja mun reyndar prentvilla fyrir lít og reyndar er önnur prent-
villan komin nokkuð til ára sinna því að hún er einnig í útgáfu Finns.
Einkennilegust er samt samantektin á vísu 50 en þar verður orðið
eilífliga í vísunni að æfinliga í samantektinni.
Prentvillur skjóta þannig upp kollinum í þessari bók eins og öðrum.
Það er auðvitað meinlaust og nálega óhjákvæmlilegt að í ensku
skýringunum komi fyrir einstaka prentvilla (t.d. a honourable bls. 783).
Verra er það og getur valdið ruglingi þegar norræn orð eða nöfn eru
misrituð eða látin standa í aukaföllum (t.d. Árnorr Þórðarson bls. liv; Ári
Þorgilsson bls. 177; Gisli, bls. 294; Helgi Ólaffson, Guðmundr Ólaffson, Jón
Eíriksson bls. 295; Jón Hallson bls. 557; Jón Árason bls. 558; Páll Hallson
bls. 657; Magnus Már Lárusson bls. 908; Selárdal bls. 556; Grenjarðarstað
bls. 557; þreknennin (fyrir þreknenninn) bls. lix; visa bls. xxxiv; stefjamel bls.
xxxiv og 560; myndin (fyrir mundir) bls. 953). Hitt er þó langverst þegar
prentvillur eru í sjálfum texta kvæðanna. Þetta er því miður óheppilega
algengt í þessari útgáfu. Við skulum líta á tvær vísur úr Lilju. Ég hef
feitletrað orðmyndir sem ég ræði fyrir neðan.
54 Höfuðdrottningin, harmi þrungin,
hneigð og lút, er skálf af sútum,
færdiz nær, þá er fell ór sárum
fossum blóðið niðr á krossinn.
Þrutnar brjóst, en hjartað hristiz;
hold er klökt, en andin snöktir;
augun tóku að drukna drjúgum
döpr og móð í tára flóði.
55 Rödd eingilsins kvenmann kvaddi;
kvadda af eingli drottinn gladdi;
gladdiz mær, þá er föðurinn fæddi;
fæddann sveininn reifum klæddi.
Klæddan með sier laungum leiddi;
leiddr á krossin faðminn breiddi;
breiddr á krossinn gumna græddi;
græddi hann oss, en helstríð mæddi.
Orðið höfuðdrottningin er í andstöðu við stafsetningarstefnu útgáfunnar
en þar er í flestum tilfellum ekki tvíritað samhljóð á undan öðru
samhljóði; til dæmis er réttilega ritað megindrotningin í vísu 86. Þar sem