Són - 01.01.2009, Page 167
SKALDIC POETRY OF THE SCANDINAVIAN MIDDLE AGES 167
ritað er færdiz, Þrutnar, fæddann og krossin ætti greinilega að standa færðiz,
Þrútnar, fæddan (sbr. Klæddan í línunni fyrir neðan) og krossinn (sbr.
línuna fyrir neðan). Mér þykir einnig líklegast að skálf í annarri línu
eigi að vera skalf. Þegar prentvillupúkinn fer af stað er samt erfitt að
vera viss um nokkurn hlut – vel má vera að útgefendur telji skálf vera
rétta mynd á 14. öld. Eins gæti lesanda fyrirgefist að telja – innan um
villurnar – að andin í línu 6 sé misritun fyrir andinn en ef til vill er hér
um kvenkynsorð að ræða (tvímynd við önd). Aðrar prentvillur sem ég
finn í Lilju eru litillæti (52), eingin (fyrir einginn) (59), giengu (sem ætti
einna helst að vera gieingu samkvæmt stafsetningarstefnu ritsins) (67),
dauðin (82), liet (fyrir liett) og hin kostulega orðmynd Álmáttigr (100).
Ég hef ekki leitað að prentvillum í öðrum kvæðum en af þeim sem ég
hef fundið af tilviljun má nefna lístarorðum (bls. 948), nauðsýn (bls. 786),
Ókunnann (bls. 389) brúðrinn (bls. 766), páskamorginn (fyrir páskamorgin)
(bls. 785) og nott (bls. 946). Því miður fer ekki hjá því að hringlanda-
háttur og ónákvæmni í stafsetningu veiki nokkuð traust lesandans á
útgáfunni. Lesandinn hlýtur einnig í enn ríkari mæli að sakna vand-
aðrar stafréttrar útgáfu.
Einkennilegasta stafsetningarákvörðunin hlýtur þó að vera að rita
é sem ie og að gera ráð fyrir sama tvíhljóði í orðum sem hefjast á ge
eða ke (bls. lxvi). Þannig er ritað bæði liet fyrir lét og giet fyrir get og á
þetta að vera nákvæmari framsetning á máli 14. aldar en áður hefur
tíðkast. Þetta er því miður alls ekki rétt og virðist byggjast á einhverj-
um misskilningi á málfræði Noreens. Atkvæði eins og lét voru alla tíð
löng en atkvæði eins og get voru alla tíð stutt. Þessi orð höfðu ekki
sama sérhljóð fyrr en eftir hljóðdvalarbreytingu og lesandanum er
enginn greiði gerður með því að þau séu stafsett á sama hátt, sérstak-
lega ekki í útgáfu á kveðskap þar sem lengd atkvæða skiptir miklu
máli. Þegar í handritunum stendur giet er það merki um framgómun
á upphafssamhljóðinu en ekki tvíhljóðun á sérhljóðinu.
Einu orðin sem fá að halda é í þessari nýju stafsetningu eru nöfn af
erlendum uppruna. Þannig er ritað Pétur (t.d. bls. 926) og Andréas (t.d.
bls. 856) vegna þess að útgefendur telja að í þessum orðum séu engin
merki um tvíhljóðun (bls. lxv). Þetta kemur mér nú spánskt fyrir
sjónir. Stafsetning nafna er að vísu iðulega íhaldssöm en við lauslega
leit í íslenska fornbréfasafninu4 finn ég andriesson í bréfi frá 1383 (63.2)
og pietur í bréfi frá 1441 (281.1). Eflaust eru til eldri dæmi og fyrirfram
finnst mér sú kenning ólíkleg að þessi orðflokkur hafi setið hjá þegar
4 Stefán Karlsson 1963.