Són - 01.01.2009, Page 169
SKALDIC POETRY OF THE SCANDINAVIAN MIDDLE AGES 169
sér grein fyrir þessu og í samræmdri stafsetningu þeirra er þessi grein-
armunur ekki gerður (og enn hlýtur lesandinn að sakna stafrétta text-
ans). Lítum á eitt dæmi þar sem þetta atriði verður þeim að fótakefli.
Í Heilagra meyja drápu, sem er undir Liljulagi, kemur fyrir vísuhelm-
ingur sem hljóðar svo, samkvæmt texta meginhandrits: Meina fjöld og
þrautir / mærin tók á líkam skæran. Hér er greinilegt að fyrra vísuorðið er
gallað – það er of stutt og það vantar hendingu og stuðul. Útgefendur
leiðrétta það svona: Meina fjöld og þrautir mildust. Greinilegt er að þessi
leiðrétting á bæði að bæta við stuðli og hendingu en raunar gerir hún
hvorugt. Bæði er að í Liljulagi verður annar stuðullinn alltaf að vera
í þriðja risi og svo hitt að fjöld rímar ekki við milldust. Þessi leiðrétting
er reyndar fengin að láni úr útgáfu Finns en þegar Finnur ekur fram
af björgum er engin ástæða til að aka á eftir.
Hvað eru dróttkvæði?
Efnistökunum í dróttkvæðaútgáfu sinni lýsti Finnur Jónsson með
orðunum „alle ikke til ‘Sæmundar Edda’ hørende kvad i det gamle
nordiske sprog fra den ældste tid til omtrent år 1400“ (Skj A1:v) og
vísaði þar til Konráðs Gíslasonar. Afmörkunin í nýju útgáfunni er
orðuð næstum nákvæmlega eins.7 Í báðum tilfellum er þess látið
ógetið að það eru ekki aðeins eddukvæðin sem eru utan við útgáfuna
heldur einnig rímurnar, þar með taldar rímur sem vitað er með fullri
vissu að voru ortar fyrir 1400.
Það er svo löng hefð fyrir því að skipta norrænum kveðskap í
tvennt, eddukvæði og dróttkvæði, að menn gleyma ef til vill hversu
tilfallandi og merkingarlítil þessi skipting er. Eddukvæðin eru ef til vill
þokkalega heildstæður flokkur en dróttkvæði (d. ,skjaldedigtning‘, e.
,skaldic poetry‘) í þeim skilningi sem lagt var upp með í útgáfu Finns
og hinni nýju útgáfu eru eitthvert hið sundurleitasta safn af kvæðum
sem hugsast getur. Þar eru saman lofkvæði um konunga, frásagnar-
kvæði um sögulega, forsögulega og goðsögulega atburði, nafnaþulur,
lausavísur, trúarlegur heiðinn kveðskapur og kristin helgikvæði svo
að eitthvað sé nefnt og það á tímabili sem nær yfir a.m.k. fimm aldir.
7 „[A] new edition of the known corpus of Norse-Icelandic skaldic poetry, including
runic inscriptions in metrical form. In practice this means that we are editing all
known poetry from that supposed earliest until c. 1400 and which does not belong
to the Codex Regius of the Elder Edda and manuscripts containing related texts,
such as AM 748 I 4°.“ Sjá „Introduction to the project“ á vefútgáfunni.