Són - 01.01.2009, Síða 170

Són - 01.01.2009, Síða 170
HAUKUR ÞORGEIRSSON170 Af bragarháttum má nefna dróttkvæðan hátt og afbrigði hans, forn- yrðislag, kviðuhátt, ljóðahátt og runhendu. Sú ákvörðun var skiljanleg á dögum Finns og Konráðs að halda eddukvæðunum utan við heildarútgáfu norræns kveðskapar. Þau höfðu þá alloft verið gefin út og mikið um þau skrifað en mörg önnur kvæði voru óútgefin eða aðeins til í mjög ófullkomnum útgáfum. En á okkar dögum eiga þessi rök ekki lengur við. Ég hlýt þess vegna að spyrja mig hvort nú hefði ekki verið tækifæri til að losna við þetta merkingarlitla hugtak, „dróttkvæði“, og ráðast í staðinn í heildar- útgáfu á öllum norrænum kvæðum að eddukvæðunum meðtöldum. Slík útgáfa hefði varla þurft að vera nema svo sem tveimur bindum stærri en sú sem nú stendur yfir. Annar möguleiki hefði verið að miða útgáfuna við bragarhætti og taka til dæmis aðeins kvæði undir drótt- kvæðum hætti og skyldum háttum. Einnig má velta fyrir sér hvers vegna mörkin séu dregin við árið 1400 frekar en t.d. 1350 eða 1450. Því má svara sem svo að einhvers staðar verði mörkin að liggja og 1400 sé ekki verri markalína en ein- hver önnur. Þetta er rétt svo langt sem það nær. En ef mörkin eru aðeins tilfallandi og til hentugleika verða menn að gæta þess að gefa þeim ekki meira gildi en þau eiga skilið. Það er ekkert rof í íslenskum kveðskap við árið 1400 enda er kveðskapur 15. aldar mjög líkur kveðskap 14. aldar. Tungumálið sjálft breytist mjög lítið. Skáldin halda áfram að yrkja helgikvæði og rímur í líkum stíl og fyrr. Gamlir bragarhættir eru áfram notaðir þótt nýir bætist einnig í flokkinn. Skáldamálið lifir góðu lífi með fornum heitum og kenningum. Raunar er iðulega mjög erfitt að tímasetja kvæði frá þessum tíma og í nýju útgáfunni er viðurkennt að sum kvæðin sem tekin eru með geti allt eins verið frá 15. öld. Þannig segir útgáfan okkur að málið á Máríuvísum III sé í samræmi við að kvæðið sé frá því seint á 14. öld eða snemma á 15. öld og að málið á Vitnisvísum af Máríu og Máríuvísum I–II sé enn unglegra (bls. 718–19). En hvar sem mörkin eru dregin og hvernig sem kvæði eru valin saman í útgáfu verður alltaf að gera þá kröfu að ekki sé litið á út- gáfuna sem lokað safn kvæða sem aðeins eigi að bera saman við önnur kvæði í safninu. Útgefendur verða að vera reiðubúnir að grípa til samanburðar við önnur kvæði frá svipuðum tíma sem af einhverj- um ástæðum hafa ekki verið valin inn í útgáfuna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.