Són - 01.01.2009, Side 172
HAUKUR ÞORGEIRSSON172
noun láð ,land‘ is n.)“8 (bls. 783). Hér hefði aftur verið þess virði að
fletta upp í Ordbog til rímur því að þar kemur í ljós að láð er iðulega
kvenkyns í fornum rímum og með eignarfallið láðar. Leiðréttingin er
því ónauðsynleg.
Þegar kemur að Katrínardrápu erum við í áhugaverðri stöðu því að
þar vitum við beinlínis að höfundurinn var rímnaskáld. Bæði í
Katrínardrápu og Völsungs rímum nefnir skáldið sig vitulus vates. Varla
getur verið um öruggari vitnisburð að ræða að bæði þessi verk séu
eftir sama höfund en einnig eru talsverð líkindi í stíl kvæðanna. Það
er til dæmis greinilegt að vitulus þessi hefur verið einhver mesti eddu-
hestur sinnar samtíðar.
Þegar tvö kvæði eru kunn eftir sama höfund hlýtur að vera hægt
að ætlast til að skýringar við annað þeirra taki mið af hinu. Sá rit-
skýrandi, sem tæki sér fyrir hendur að fjalla um The Hollow Men eftir
T. S. Eliot en hefði aldrei lesið The Waste Land eftir sama höfund, þætti
sennilega dálítið sérvitur.
En það er skemmst frá því að segja að í nýju dróttkvæðaútgáfunni
er aldrei vísað til Völsungs rímna, né nokkurra annarra rímna, í skýr-
ingum við Katrínardrápu. Oft væri þó mjög eðlilegt að beita slíkum
vísunum en ég læt duga að taka dæmi af einni vísu. Í vísu 38 fylgir
nýja útgáfan útgáfu Finns með því að leiðrétta textann á tveimur
stöðum þannig að til verði mannkenningin plátu prýðir og gullkenn-
ingin Iðja mál. Þótt útgefendur fylgi hér Finni er greinilegt að þeir hafa
efasemdir enda nefna þeir að gullkenningar eins og Iðja mál séu frem-
ur sjaldgæfar og að orðið pláta komi aldrei fyrir í dróttkvæðum þótt
það þekkist í lausamálstextum (bls. 955). Hér hefði lesendum verið
akkur í að fram kæmi að gullkenningar af þessum toga eru býsna
algengar í rímum og að í Völsungs rímum kemur einmitt fyrir Iðja
rödd. Einnig væri eðlilegt að nefna að orðið pláta kemur fyrir í elstu
rímum, jafnvel í mannkenningum. Til dæmis er talað um plátu runn í
Friðþjófsrímum.9
Sérkennilegustu athugasemdirnar sem útgefendur gera við Katrín-
ardrápu eru um orðið öglir. Þetta orð hefur tvær merkingar, ,haukur‘
eða ,ormur‘ og eru þær álíka algengar í rímum (sjá Ordbog til rímur). Í
Katrínardrápu kemur orðið fjórum sinnum fyrir og greinilegt er að
það merkir þar alltaf ,ormur‘ en útgefendurnir þýða það alltaf rang-
8 „Lesháttur handritsins láðar er málfræðilega rangur (nafnorðið láð ,land‘ er hvorug-
kyns)“, bls. 783.
9 Hér er ekki úr vegi að nefna að Finnur Jónsson (1924:52) stakk upp á að
Friðþjófsrímur væru eftir vitulus vates.