Són - 01.01.2009, Blaðsíða 173
SKALDIC POETRY OF THE SCANDINAVIAN MIDDLE AGES 173
lega ,hawk‘. Þetta er alveg óskiljanlegt því að í ritskýringum sést að
þeir átta sig á að orðið merkir hjá skáldinu ,ormur‘ (bls. 960). Þessa
merkingu orðsins virðast útgefendur telja einhvern einkamisskilning
þessa eina skálds, kalla þetta „gallaðar kenningar“,10 „afhjúpandi mis-
skilning á kenningakerfinu“11 og til marks um að „vitneskju á því
hvernig á að mynda kenningar ... fór hnignandi“.12 Nú getur vel verið
að það sé eldra að öglir merki ‘haukur’ en ‘ormur’ en að telja merk-
ingarbreytingu á þessu eina orði til marks um misskilning á sjálfu
kenningakerfinu eða hnignunarmerki á skáldskapnum get ég alls ekki
fallist á. Þetta virðast einna helst vera leifar af hinum gamalkunna
skilningi á íslenskri bókmenntasögu að hið eldra sé alltaf hið betra.
Yngri helgikvæði
Ekki er að efa að mikið má upp úr því hafa að bera helgikvæðin í nýju
dróttkvæðaútgáfunni saman við helgikvæðin í útgáfu Jóns Helga-
sonar á íslenskum miðaldakvæðum. Hér verður látið duga að nefna
tvö dæmi.
Í skýringum við Heilagra meyja drápu halda útgefendur því fram að
samsetta orðið fræðagjörð sé hapax legomenon, þ.e.a.s. orð sem hvergi
annars staðar komi fyrir. Útgefendur eru þó ekki algjörlega af baki
dottnir við að skýra orðið og benda til samanburðar á að í vísu, sem
á að heita ort af berserki nokkrum á 10. öld, komi fyrir orðasam-
bandið spillir fræða. Hér hefði nú verið nærtækara að fara nokkra
áratugi fram í tímann en margar aldir aftur í leit að samanburðarefni.
Í kvæði sem nefnist Gimsteinn kemur þetta meinta hapax fyrir í vísu-
orðinu fræðagjörð með fögrum orðum.13
Í Drápu af Maríugrát er vísuorð sem í útgáfu Finns Jónssonar
hljóðar hafða ek rétt, sem edik krafði. Í nýju útgáfunni er bent á að tví-
kvætt orð með stuttu fyrra atkvæði sé ekki bragfræðilega heimilt á
þessum stað og edik því leiðrétt í edikið (bls. 780). Útgefendur segja að
orðið komi annars hvergi fyrir nema í prósa en það er ekki rétt – það
er bæði að finna í Gimsteini (50.7)14 og í Píslarvísum (26.4). Í báðum
10 „defective kennings“, bls. 941.
11 „revealing misunderstanding of the kenning system“, bls. 932.
12 „It is also possible to observe that some poets’ knowledge of the conventions of
kenning formation (see below) was slipping.“, bls. liv.
13 Jón Helgason 1936–1938, I.2:305.
14 Að vísu koma í Gimsteini fyrir vísuorð sem brjóta í bága við forna hljóðdvöl en
þau eru í miklum minnihluta.