Gerðir kirkjuþings - 1999, Qupperneq 11

Gerðir kirkjuþings - 1999, Qupperneq 11
Hvað viljum við fyrir íslands hönd? Hvers vonum við og fyrir hönd kirkjunnar okkar? Við skulum leita nýrra leiða og ryðja nýjar brautir og smíða nýjar brýr. Við verðum t.d. að huga af alvöru að því hvemig við nýtum hinn nýja heim vefsins og upplýsingatækninnar til að miðla kristnum boðskap, vera með bamaefhi og Biblíufræðslu og bæn og íhugun, já og guðsþjónustur á vefnum. En jafnframt verðum við að muna að það nægir ekki að vera tækja- og tæknivæddur. Það er ekki lausnin heldur hið heila, hlýja hjarta og holla mund mannlegra samskipta sem miðlar umhyggju, kærleika og náð, þann sem styður og styrkir og væðir samfélagslíf fólks, samstöðu og samábyrgð andspænis miðflóttaafli sjálflægninnar og kæmleysisins. En umfram allt skulum við sem störfum á vettvangi kirkjunnar ekki láta okkur nægja að vera upplýst um vandamál líðandi stundar, vandkvæðin margvíslegu sem við blasa. Við skulum leita leiða til að hlúa að því góða og göfuga, að létta neyð og vinna gegn böli, semja frið og flytja sátt. Við verðum að fara að skynja samhengið milli vandamálanna og þeirra andlegu sanninda sem gefa okkur fótfestu að standa og þeirrar siðferðilegu ábyrgðar sem við berum sem manneskjur. Og við verðum að læra að lífsgæðin og gleðin em ekki fólgin í því að heimta og krefjast, heldur í því að gefa og vera öðrum til góðs og bera umhyggju fyrir þeim sem halloka fer, elska guð og náungann eins og sjálfan sig. Þetta allt hefur kirkjan ffam að færa og iðkun hennar um orð guðs og borð er hún horfir mót komandi degi í von og eftirvæntingu og biður: Til komi þitt ríki. Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Herra forseti, kirkjuþingsfulltrúar. Aldamót standa við dyr. Árið 2000 effir Krist gengur í garð. Það gefur kirkjunni einstakt tækifæri til að minna á Krist og íhuga merkingu og boðskap Krists með nýjum og ferskum hætti í kirkju og utan. Það er undursamlegt að við skulum fá að fagna aldamótum á íslandi undir merkjum kristnihátíðar, kristnihátíðar um land allt sem er svo mikilvæg áminning og ítrekun og fögnuður yfir því að kristnitaka er ekki bara löggjöf sem einu sinni var sett heldur lang- tímaverkefni, sístætt verkefni og viðfangsefni okkar, markvisst uppbyggingar- og uppeldis- starf kristinnar kirkju í samfylgd með þjóðinni í blíðu og stríðu. Eg vil þakka þeim fjölmörgu sem leggja hönd á plóg um skipulagningu og framkvæmd kristnihátíða um land allt. Þær hátíðir eiga að minna á söguna og tengsl þjóðar og kirkju en jafnframt gefa tækifæri til boðunar og tjá og treysta von og framtíðarsýn og heitstrenging: Við munum eiga samleið til komandi aldar. Hátíðin á Þingvöllum L og 2. júlí á sumri komanda verði umfram allt hátíð og guðs- þjónusta alþjóðar, tilbeiðsla, lofgjörð og þakkargjörð, iðrun og játning trúar, kristnitaka, samkirkjuleg, vekjandi, trúarhátíð sem umfram allt beinir sjónum fram. Hún verði líka bamahátíð og fjölskylduhátíð. A Þingvöllum viljum við gefa bömunum okkar, unga fólkinu okkar minningu um einstæða upplifun sem verði því uppspretta styrks og vonar í ffamtíðinni, að við emm þjóð, að við emm kirkja, að við erum samfélag þar sem við skiptum öll máli, ungir og aldnir, konur og karlar, heilbrigðir og sjúkir, ríkir og snauðir af því að við emm elskuð af þeim lífsins mætti sem er lind allrar gæfu og blessunar. En áður en gengið er til þeirrar hátíðar skulum við minnast þess sem miður fór og játa. Við munum ganga að þeim stöðum þar sem ömefnin minna á skuggahliðar og sorgar í sögunni og óhæfuverk sem unnin vom í nafni og á ábyrgð kristinnar kirkju. Við munum ganga að Drekkingarhyl og Höggstokkseyri og í Brennugjá og bera þar fram játningu synda og sektar og hlusta eftir orðinu sem læknar og fyrirgefur og láta það vera okkur áminningu og leiðsögn til móts við nýja tíma, heitstrenging þess að feta veg umhyggjunnar og miskunn- seminnar. Svo göngum við til messu sem verður ólík öllu öðm sem áður hefur verið því þar 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.