Gerðir kirkjuþings - 1999, Page 20
og frumur í líkamanum, hinn sýnilegi söfnuður á hveijum stað, um orð guðs og borð og svo
þjónustan við náungann í daglega lífinu sem ber birtu af Kristi sem allt vald er gefið.
Það er komið að þinglausnum. Hér hefur verið tekist á. A þessum vettvangi verður
jafnan tekist á um skipulag, um skilgreiningar, um fjármuni og um völd. Það tilheyrir því
umhverfi og vinnubrögðum sem við búum við í lýðræðislega uppbyggðri stofiiun.
Viðhorfm eru mörg, sjónarmiðin, skoðanimar, en markið er eitt og því megum við aldrei
gleyma. Reyndar ætti það að vera yfirskrift allra laga og reglna, starfsreglna kirkjunnar.
þetta að allt vald í kirkjunni tilheyrir Kristi sem er höfuð hennar og allt starf og ákvarðanir
stofnana og stjómvalda kirkjunnar á að vera í nafni og að vilja hans. „Allt vald er mér gefið
á himni á jörðu“, sagði hann, og það er rifjað upp við hverja skímarlaug. Honum skulum
við lúta. Því valdi skulum við lúta. Og vilja hans skulum við fylgja. Og hann er með oss
alla daga. Friður hans fýlgi oss öllum.
Forseti kirkjuþings, Jón Helgason, sleit 31. kirkjuþingi.
16